Hulum svipt af nýjum Emira

Lotus Emira sver sig í ætt sportbíla frá Lotus.
Lotus Emira sver sig í ætt sportbíla frá Lotus.

Hulum hefur verið svipt af 2022 árgerðinni af Lotus Emira, sannkölluðum nútíma ofursportbíl sem sver sig í Lotusættina bresku.

Emira mun leysa af hólmi tvo sportbíla Lotus, Elise og Exige. Hann verður  eini sportbíllinn í smíðalínu breska bílsmiðsins sem verður  síðasti bensínknúni Lotusinn þegar hann kemur á götuna á næsta ári.

Val er um vélar í þennan nýja sportbíl. Annað hvort fjögurra strokka 360 hestafla vél sem er upprunnin hjá sportbíladeild Mercedes, AMG. Eða 400 hesta V6 vél frá Toyota sem nú prýðir Evora.  

Talið er að verðmiðinn á Emira verði kringum70.000 dollarar eða kringum 8,8 milljónir krónur.

Emira er fyrsti nýi gripurinn úr smiðju Lotus frá 2009. Hann leysir af hólmi Elise sem smíðuð hefur verið ðfrá 2001 og Exige S sem kom til skjalanna 2012. Emira verður síðasti bensínbíll Lotus sem snýr sér alfarið að smíði rafbíla í framtíðinni.

Lotus Emira sver sig í ætt sportbíla frá Lotus.
Lotus Emira sver sig í ætt sportbíla frá Lotus.
Afturendi Lotus Emira er magnaður enda mótar hann afkastagetu og …
Afturendi Lotus Emira er magnaður enda mótar hann afkastagetu og rásfestu bílsins.
mbl.is