Rimac yfirtekur Bugatti

Bugatti Chiron.
Bugatti Chiron.

Volkswagensamsteypan hefur selt króatíska sportbílasmiðinn Rimac franska lúxusbílasmiðinn Bugatti eftir 23 ára eignarhald.

Munu Rimac og Porsche mynda samstarfsfyrirtæki um reksturinn sem kallað verður Bugatti Rimac. Verður Rimac meirihlutaeigandi í því með 55% hlutafjára en 45% verða í eigu Porsche.

Stjórnarformaður verður  Mate Rimac, eigandi og stofnandi bílafyrirtækis sem eftir honum er nefnt. Hlutur hans í Rimac Group er 37% en fyrir áttu Porsche 24%, Hyundaifyrirtækið 12% og afganginn, 27%, eiga nokkrir fjárfestar.

Með þessum eigendaskiptum mun framtíð Bugatti trygg og verður fyrirtækið með starfsemi sína sem fyrr í Molsheim í Frakklandi. Það mun og starfa óháð Rimac Automobili  sem er með bækistöðvar og bílsmíði í Zagreb í Króatíu. Eina verulega  breytingin er að í framtíðinni fá Bugattibílar rafdrifrás sína frá Rimac.

Rimac Nevera
Rimac Nevera
mbl.is