Viðráðanlegur Ducati

Pro-I Evo Scooter frá Ducati.
Pro-I Evo Scooter frá Ducati.

Orðin „Ducati“ og „viðráðanlegur“ hafa sjaldan ef nokkru sinni verið nefnd í sömu andrá.

Á því er að verða breyting því ítalski mótorhjólasmiðurinn kynnir nú sýna nýjustu framleiðslu; rafskutlu að nafni Pro-I Evo Scooter sem fer á innan við 500 dollara, eða lægra verði en 63 þúsund krónur.

Rafskutlan nýja er smíðuð úr áli og knúin 350 vatta mótor.  Rafhlaðan er svo 280 kílóvattstundir og hámarkshraðinn 25 km/klst.  

Hér er á ferðinni farartæki sem passar til að skutlast milli staða innanbæjar. Auðvelt er að brjóta rafskutluna saman þegar það er ekki í notkun. Lagt er upp úr öryggi hennar.

agas@mbl.is

mbl.is