Jaguar kynnir nýjan og vígalegan F-Pace

Jaguar F-Pace, R-Dynamic Black.
Jaguar F-Pace, R-Dynamic Black. Ljósmynd/Jaguar

Jaguar kynnir til leiks nýjan F-Pace, R-Dynamic Black, sem er öllu sportlegri en fyrri gerðir F-Pace. R-Dynamic Black skartar svörtum hliðarspeglum og vígalegum svörtum álfelgum sem gefa bílnum æsilegra yfirbragð en upprunalegu bílarnir úr þessari vinsælu sportjeppalínu. 

Bílinn er að öðru leyti sá sami og aðrir bílar í F-Pace línunni, er um 10 sekúndur í hundraðið og útbúinn öllu því helsta sem sportjeppi þarf að skarta. 

SVR-línan sker sig þó enn úr meðal annarra Jaguar F-Pace sportjeppa, enda aðeins fjórar sekúndur í hundraðið og langtum kraftmeiri og dýrari en hinar týpurnar. 

mbl.is