Ítölsk goðsögn endurfæðist

Lamborghini Countach.
Lamborghini Countach.

Ítalski sportbílaframleiðandinn Lamborghini notaði tækifærið á bandarísku bílasýningunni The Quail til að svipta hulunni af sérútgáfu af nýjum Countach.

Eru liðin 50 ár frá því hinn upprunalegi Countach leit dagsins ljós en bíllinn var framleiddur allt fram til ársins 1990 og braut blað í bílasögunni með fleyglaga útlínum sínum.

Nýi Countach er greinilega ekki fjarskyldur hinum stóra og stæðilega Aventador, en hönnuðir Lamborghini hafa samt gefið Countach afgerandi svip og hefði bíllinn ekki stungið svo mjög í stúf á Miami eða í Mónakó á hátindi 9. áratugarins.

Countach LPI 800-4 er búinn V12 tengiltvinnvél með 34 hestafla rafmótor. Saman mynda bensínstrokkarnir og rafmótorinn 814 ítölsk hestöfl og á bíllinn að fara úr kyrrstöðu í 100 km/klst. á 2,8 sekúndum en ná 200 km/klst. á 8,6 sekúndum.

Hámarkshraði ökutækisins er 355 km/klst. Aðeins verða framleidd 112 eintök. Verðið hefur ekki verið gefið upp en bílablöðin áætla að áhugasamir þurfi að reiða af hendi ekki minna en tvær og hálfa milljón dala fyrir gripinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »