Nýr Nissan Z sækir innblástur frá hinu gamla

Hinn nýi Nissan Z og Nissan 300ZX.
Hinn nýi Nissan Z og Nissan 300ZX. Ljósmynd/Nissan

Fáir bílar eru jafneinkennandi fyrir áttunda áratug síðustu aldar en Nissan 240Z, fáir jafneinkennandi fyrir þann níunda eins og 300ZX, fáir jafneinkennandi fyrir fyrsta áratug 21. aldar eins og 350Z. Það kveður því við nýjan tón hjá Nissan við útgáfu nýs bíls í þessari línu en sá sem ber einfaldlega nafnið „Z“.

Nýr Nissan Z ber óneitanlega merki forvera sinna, þá sér í lagi afturendi bílsins, sem sjá má að myndinni hér að ofan. Road and Track-tímaritið ræddi við Alfonso Abissa, varaforseta hönnunardeildar Nissan, sem kýs að sjóða niður Z-una í eitt hugtak: „Minningu.“

Nýtískubíll unnin úr gömlum hugmyndum

„Við viljum vekja hjá fólki minningar um þá bíla sem það elskar,“ segir Alfonso við Road and Track.

„Af því „retro“ er ansi bókstaflegt hugtak, þannig myndi bíllinn vilja algjörlega vera eitthvað úr fortíðinni. En við vildum það ekki. Við vildum bíl morgundagsins, bíl framtíðarinnar, en samt sem áður vildum við að fólk fyndi fyrir því gamla.“

Nissan 240Z og nýr Nissan Z.
Nissan 240Z og nýr Nissan Z. Ljósmynd/Nissan

Sá Nissan 240Z og kolféll fyrir sportbílum

Alfonso segir að innblástur hönnunar hans á nýju Z-unni hafi komið frá því þegar hann sá gamla 240Z í Miami á Flórída. Alfonso er fæddur í Miami, borg sem þá var ekki orðin að þeim miðpunkti neysluhyggju sem hún er í dag. Hann var því ekki vanur að sjá sportbíla á götum úti þegar hann ólst upp. Hann segist hafa orðið ástfanginn af sportbílum eftir að hafa séð Nissan 240Z og enn frekar svo síðar þegar hann sá 300ZX í Japan.

„Þannig þegar ég fékk tækifæri til þess að hanna nýjan bíl í Z-línunni þá langaði mig að fanga þessa tvo bíla í þeirri hönnun. Mig langaði í 240-tilfinningu en svo var ég svo hrifinn af látlausri hönnun 300ZX. Allt við hinn nýja Z er mjög einfalt. Það eru engar skrýtnar línur, allt er í beinni línu. Þrátt fyrir það er bíllinn rómantískur.“

mbl.is