Opna safn með bílum njósnarans

Aston Martin DB5.
Aston Martin DB5. Ljósmynd/Wikipedia.org

Nú geta bílaáhugafólk og unnendur kvikmyndanna um njósnara hennar hátignar, James Bond, skemmt sér saman á sérstöku safni um bíla þessa frægasta spæjara kvikmyndasögunnar.

Fyrsta myndin um Bond, Dr. No, kom út árið 1962 og verða því sextíu ár liðin á næsta ári frá því að Sean heitinn Connery birtist fyrst á hvíta tjaldinu í hlutverki 007.

Ekki bara Aston Martin

Safnið er það fyrsta sinnar tegundar í heiminum og þar verður hægt að finna brot af því besta úr bílasafni Bonds.

Aston Martin verður þar án efa í aðalhlutverki en Bond hefur í gegnum árin einnig sest undir stýri á Toyota, Bentley, Rolls Royce, Lotus, Ford Mustang og BMW svo eitthvað sé nefnt.

Safnið opnaði á laugardag og verður opið þar til í október á næsta ári hið minnsta, í sýningarsal Petersen-bílasafnsins í Los Angeles í Kaliforníu.

Aston Martin Vanquish á Jökulsárlóni, við tökur á myndinni Die …
Aston Martin Vanquish á Jökulsárlóni, við tökur á myndinni Die Another Day. RAX / Ragnar Axelsson
Frá Jökulsárlóni. Aston Martin Vanquish í forgrunni og Jaguar XKR …
Frá Jökulsárlóni. Aston Martin Vanquish í forgrunni og Jaguar XKR fyrir aftan. RAX / Ragnar Axelsson
Rolls Royce Phantom IV úr On Her Majesty’s Secret Service.
Rolls Royce Phantom IV úr On Her Majesty’s Secret Service. Ljósmynd/Joachim Kohler Bremen
BMW Z8 var í aðalhlutverki í The World Is Not …
BMW Z8 var í aðalhlutverki í The World Is Not Enough. Ljósmynd/Lothar Spurzem
Lotus Esprit líkt og sá sem sást í For Your …
Lotus Esprit líkt og sá sem sást í For Your Eyes Only. Ljósmynd/Thomas Doerfer
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »