Nákvæm tölfræði nú aðgengileg á netinu

Ítarlega ökutækjatölfræði má nú finna á vef Samgöngustofu.
Ítarlega ökutækjatölfræði má nú finna á vef Samgöngustofu. mbl.is/Unnur Karen

Nýr vefur Samgöngustofu, þar sem nálgast má nákvæmar upplýsingar um bílaflota landsins, hefur nú verið opnaður.

Vefinn má finna með léninu bifreidatolur.samgongustofa.is og býður framsetningin upp á alls kyns kosti.

Með nýja vefnum er meðal annars hægt að bera saman nýskráningar eftir tegund eða orkugjafa, gera samanburð á ýmiskonar tölfræði milli ára og skoða bifreiðaskráningu eftir sveitarfélögum, eins og segir í fréttatilkynningu Samgöngustofu um málið.

Með nýja vefnum er hægt að fá svör við ýmsum áhugaverðum spurningum um ökutæki á Íslandi. Hvað eru margir rafmagnsbílar skráðir á Hvammstanga? Hvert er hlutfall skráðra metanbíla árið 2019 í samanburði við árið 2020? Hvaða bifreiðategund er vinsælust í Neskaupstað? Hversu mörg hjólhýsi hafa verið nýskráð á árinu og hvaða tegund er vinsælust?

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »