Apple uppfærir CarPlay

Apple ætlar að uppfæra CarPlay-smáforritið.
Apple ætlar að uppfæra CarPlay-smáforritið. AFP

Teikn eru á lofti um að tæknirisinn Apple ætli að uppfæra CarPlay-smáforritið, sem fyrst kom á markað árið 2014. Fréttir blaðsins AutoExpress herma að með uppfærslunni verði hægt að stýra loftræstingarkerfi bílsins, auk þess sem hægt verður að breyta stillingum í rafknúnum sætum.

Hingað til hafa ökumenn þurft að skipta á milli smáforritsins og tölvu bílsins til þess að breyta ýmsum stillingum, en með uppfærslu Apple er talið að það verði töluvert straumlínulagaðra ferli. Auk stillinga er snúa að loftræstingu og sætum bíla verður mögulega hægt að glöggva sig á aðstæðum á vegum, forhita bíla og fylgjast með rakastigi innan og utan bílsins.

Apple hefur enda fært sig upp á skaftið á undanförnum árum þegar kemur að þjónustu við bíla. Sú þróun er samhliða innreið fyrirtækisins á markað sjálfkeyrandi ökutækja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: