Hleðslustöðvar Tesla ná nú allan hringinn

Hleðslustöðvar Teslu ná nú hringinn í kringum Ísland.
Hleðslustöðvar Teslu ná nú hringinn í kringum Ísland. Ljósmynd/Tesla

Hraðhleðslustöðvar bílaframleiðandans Tesla ná nú hringinn í kringum landið eftir þjóðvegi 1. Með opnun nýrra stöðva á Akureyri og Höfn í Hornafirði eru nú ætíð minna en 300 kílómetrar í næstu stöð hvar sem er á þjóðveginum, sem er vel innan færis fyrir fullhlaðna bíl frá Teslu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tesla.

Þar segir að Tesla merki mikla eftirspurn eftir nýjum rafbílum og samkvæmt tölum Samgöngustofu er nýútkominn Tesla Model Y langvinsælasti bill landsins um þessar mundir. Á eftir Model Y kemur Model 3, sem einnig er framleiddur af Tesla.

Þessa bíla og aðra sem Tesla framleiðir verður nú hægt að hlaða til fulls, um allt land, á innan við hálftíma.

Teslur má hlaða á innan við hálftíma á þar til …
Teslur má hlaða á innan við hálftíma á þar til gerðum hleðslustöðvum. Ljósmynd/Tesla
mbl.is