Grenadier byrjar að taka við forpöntunum

Grenadier-jeppi auðmannsins Jim Ratcliffe hefur vakið athygli.
Grenadier-jeppi auðmannsins Jim Ratcliffe hefur vakið athygli.

Í júlí fjallaði Bílablaðið um nýjan jeppa sem þróaður hefur verið af Ineos, fyrirtæki Íslandsvinarins og athafnamannsins Jim Ratcliffe. Er Grenadier verklegt farartæki sem virðist hafa verið hannað sérstaklega með það í huga að nýtast vel jafnt til aksturs meðfram landsins bestu laxveiðiám og fyrir óvissuferðir langt út fyrir bundið slitlag.

Í Bretlandi mun jeppinn kosta frá u.þ.b. 48.000 pundum, jafnvirði 8,5 milljóna króna, og 13. október lét Ineos boð út ganga um að byrjað væri að taka við forpöntunum.

Geta áhugasamir tekið frá bíl gegn því að leggja inn 450 pund. Er hægt að fá upphæðina endurgreidda snúist fólki hugur en ætlunin er að afhenda fyrstu Grenadier-jeppana um mitt næsta ár. Ekki virðist í boði að fá Grenadier afhentan á Íslandi en ekki ætti að vera svo flókið að ganga frá kaupunum á meginlandi Evrópu og flytja jeppann þaðan til Íslands.

Er gaman frá því að segja að ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á verksmiðjueintak Grenadier fyrir framan Hilton-hótelið í Reykjavík seint í september. Var Ratcliffe gestur á ráðstefnu sem fór fram á hótelinu og lagði ökutækinu þar á besta stað. ai@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »