BMW og Audi hafa augastað á McLaren

Leitun er að fallegri bílum en reksturinn hefur verið svolítið …
Leitun er að fallegri bílum en reksturinn hefur verið svolítið þungur hjá McLaren. Ljósmynd/McLaren

BMW og Audi, dótturfélag Volkswagen-samsteypunnar, hafa hug á því að taka yfir breska ofurbílaframleiðandann McLaren. Þetta er fullyrt í þýska blaðinu Automobilwoche.

Þar segir að framámenn í BMW séu ólmir að komast inn á ofurbílamarkaðinn á meðan Audi vill koma höndum yfir Formúlu 1-deild McClaren og vísar þýska blaðið í heimildarmenn sína.

Þannig er BMW sagt vera að stofna til viðræðna við Mumtalakat, fjárfestingarsjóð bareinsku konungsfjölskyldunnar, sem yfirráð hefur yfir McLaren.

Talsmenn BMW og Audi hafa enn ekki brugðist við fréttunum.

McLaren hefur glímt við fjárhagsörðugleika eftir að heimsfaraldurinn skall á og hefur framleiðandinn reynt að stoppa í göt í rekstrinum með misjöfnum árangri.

Í júlí síðastliðnum safnaði félagið hlutafé að andvirði 550 milljóna punda (96 milljarða króna) frá hluthöfum sínum. Þar að auki veitti fyrirtækið aðgang að forgangshlutafé til þess að koma kjöti á beinin. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: