Polestar 2 vekur áhuga strax á fyrsta degi

Polestar 2. Performance-útgáfan sem hér sést kemur með gylltum bremsuklossum …
Polestar 2. Performance-útgáfan sem hér sést kemur með gylltum bremsuklossum og sætisbeltum í sama lit sem veitir bílnum mjög sportlegt yfirbragð. mbl.is/Odd

Sala á sænska rafbílnum Polestar 2 hefst hér á landi í dag. Það er í fyrsta sinn sem bílar framleiðandans fara í sölu hér á landi en þeirra hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu meðal bílaáhugafólks. 

Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar umboðsaðila Polestar á Íslandi, segir að hans fólk merki strax mikinn áhuga á Polestar 2 og segir ljóst að Íslendingar séu áfjáðir í að komast á hreina rafbíla. 

Polestar 2.
Polestar 2. mbl.is/Odd

Polestar 2 er hreinn rafbíll, snöggur og snar, á viðráðanlegu verði. Tímabundinn sýningarsalur fyrir Polestar hefur opnað í húsakynnum Brimborg. Í mars á næsta ári er svo fyrirhugað að opna varanlegan sýningarsal fyrir Polestar. 

Blaðamaður hefur þegar fengið að reynsluaka nýjum Polestar 2 og er óhætt að segja að hann komi á óvart. 

mbl.is