Sjálfakandi Tesla olli slysi

Tesla Model Y.
Tesla Model Y. Eggert Jóhannesson

Þjóðvegaöryggismálastofnun Bandaríkjanna (NHTSA) rannsakar nú tilkynningar sem bárust stofnuninni um slys sem urðu við notkun á sjálfkeyribúnaði Teslu Model Y. Frá þessu er greint á vef Automotive News.

Eigandi eins slíks ökutækis tilkynnti stofnuninni að hann hefði 3. nóvember síðastliðinn lent í slysi í Kaliforníu þar sem bíll hans beygði inn á rangan vegarhelming og hafnaði framan á bíl sem kom á móti honum. Teslan var í miðri beygju til vinstri þegar hún gaf bílstjóranum villumeldingu og hann reyndi þá að taka yfir stjórn bílsins án árangurs. Svo fór að lokum að bíllinn tók sjálfur upp á því að fara yfir á rangan vegarhelming með fyrrgreindum afleiðingum.

Talsmaður NHTSA segir að stofnunin sé meðvituð um atvikið og að það sé nú til skoðunar. Það feli meðal annars í sér að kalla til starfsmenn Teslu og ræða við þá um uppákomuna. Forsvarsmenn Teslu hafa ekki enn tjáð sig um áreksturinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: