Kínverskur hönnuður kynnir hjólhýsi í hvalslíki

Hvalshjólhýsið er fjölhæft og sérstakt í útliti svo ekki sé …
Hvalshjólhýsið er fjölhæft og sérstakt í útliti svo ekki sé minna sagt. Ljósmynd/Hu Yong

Unnendur hjólhýsa og hinnar víðfrægu bókar Hermans Melvilles um Moby Dick geta nú glaðst saman yfir nýjustu framþróun á markaði útilegubúnaðar, þar sem kínverski hönnuðurinn Hu Yong hefur svipt hulunni af hvalshljólhýsi sínu. Fyrir þá hönnun hefur Yong nú þegar unnið til verðlauna og gert er ráð fyrir að framleiðsla á þessu undarlega hjólhýsi hefjist á næstunni.

Hér sést hjólhýsið saman brotið, ef svo má að orði …
Hér sést hjólhýsið saman brotið, ef svo má að orði komast. Ljósmynd/Hu Yong

Hjólhýsið er samanfellanlegt á ýmsum stöðum og þegar búið er að breiða úr því rúmast svefnálma á einum stað, eldhús á öðrum og salerni enn annars staðar. Þegar hjólhýsið er samanbrotið líkist það þó hval, eins og nafnið gefur til kynna.

Hjólhýsið er einöxla og er æði lítið og nett þegar það er samanbrotið og tilbúið til aksturs á milli tjaldstæða. Með hvalshjólhýsi er útilokað að falla vel inn í sæg einsleitra hjólhýsa á tjaldstæðum landsins og geta því þeir sem elska að skera sig úr nú loksins fengið útrás fyrir sérvisku sína.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: