Toyota Proace nú einnig fáanlegur sem rafbíll

Nýr Toyota Proace rafbíll.
Nýr Toyota Proace rafbíll. Ljósmynd/Toyota

Toyota á Íslandi hefur nú hafið sölu á nýjum Toyota Proace sendibílum með nýrri og byltingarkenndri uppfærslu. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Toyota.

Þar segir að Toyota Proace sendibíllinn sé nú fáanlegur sem rafbíll. Proace rafmagnsbílar fást bæði sem sendibílar í ýmsum stærðum og útfærslum eða í Verso útfærslum og þá 8 eða 9 manna.

Proace er ýmist með 50 eða 75kWh rafhlöðum og með11kW þriggja-fasa rafhleðslubúnaði og drægni á bilinu 230 til 330 km miðað við blandaðan akstur í WLTP mælingum.

Sama rými er í rafmagnsbílunum og er í hefðbundnum bensín eða dísel útfærslum. Burðargetan er allt að 1275 kg og dráttargeta allt að 1000 kg.

mbl.is