Hraðhleðsla á lóðum Húsasmiðjunnar

Til að byrja með verður frítt að hlaða fyrir rafbílaeigendur.
Til að byrja með verður frítt að hlaða fyrir rafbílaeigendur. Ljósmynd/Aðsend

Ískraft dótturfélag Húsasmiðjunnar og Orkusalan hafa gert með sér samkomulag um uppbyggingu á hraðhleðslustöðva á lóðum Húsasmiðjunnar um allt land á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Fyrsta hraðhleðslan á Akureyri

Fyrsta hraðhleðslan opnaði á dögunum á Akureyri við nýja verslun Húsasmiðjunnar, Ískrafts og Blómavals við Freyjunes. Hraðhleðslustöðin þar er með 150 kw hleðslugetu og getur hún hlaðið tvo bíla í einu. Ef tveir bílar hlaða samtímis deilir stöðin afli á milli þeirra að hámarki 75kW á tengi. Einnig  voru settar upp sex 22 kw hleðslustöðvar á sama stað. 

Til að byrja með verður frítt að hlaða fyrir rafbílaeigendur.  

mbl.is