Porsche 911 Turbo frumsýndur á Íslandi

Porsche 911 Turbo er ekkert smávegis ökutæki.
Porsche 911 Turbo er ekkert smávegis ökutæki.

Bílabúð Benna frumsýnir í dag, laugardag, þýska ofursportbílinn Porsche 911 Turbo. Í tilkynningu kemur fram að mikið verði lagt í sýninguna sem fer fram á Krókhálsi 9 og hefur Bílabúðin fengið að láni eldri útgáfur Porsche Turbo bíla fyrir gesti að skoða.

Má m.a. berja augum 930 Turbo, 996 Turbo og 997 Turbo S og er ekki vitað til þess að þessir bílar hafi áður komið allir saman á Íslandi.

Nýjasta kynslóð 911 Turbo er 650 hestöfl og í S-útfærslu er hann aðeins 2,7 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst.

Á viðburðinum á laugardag verða einnig rafmagnsbílarnir Taycan og Taycan Cross Tourismo og að auki Cayenne jeppinn í „Platinum Edition“ útfærslu.

Stendur sýningin yfir frá 12 til 16. ai@mbl.is

mbl.is