Gæjar, gellur og gamlir kaggar í Las Vegas

Skemmtikrafturinn Bettie Belladonna í 1951 árgerð af Ford Victoria.
Skemmtikrafturinn Bettie Belladonna í 1951 árgerð af Ford Victoria. AFP/Ronda Churchill

Gleðin var við völd á bílasýningu sem haldin var samhliða rokkabillí-tónlistarhátíð í Las Vegas um miðjan mánuðinn.

Er áætlað að um 20.000 gestir hafi skemmt sér á hátíðinni sem er haldin árlega og helguð árdögum rokktónlistar og unglingamenningu Bandaríkjanna á fjórða áratugnum.

Á bílasýningunni voru því í aðalhlutverki bandarískar glæsikerrur frá miðri síðustu öld, stífbónaðar og skreyttar eftir kúnstarinnar reglum, en bílunum var komið fyrir á stóru plani steinsnar frá hótelunum og spilavítunum sem borgin er fræg fyrir. ai@mbl.is

Vígalegt framljós á 1954 árgerð af Kaiser Manhattan.
Vígalegt framljós á 1954 árgerð af Kaiser Manhattan. AFP
Sýnendur fylltu stórt plan af gullaldarbílum.
Sýnendur fylltu stórt plan af gullaldarbílum. AFP
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: