Frumsýna nýjan Porsche

Porsche frumsýnir Porsche 911 GT3 Touring á morgun, laugardag, á milli klukkan 12 og 16.

„GT Bílar Porsche eru öflugustu og sjaldgæfustu bílarnir sem Porsche framleiðir og eru þeir alla jafnan sérhannaðir fyrir brautar akstur og hámarks aksturs ánægju,“ segir í tilkynningu um málið.

„Í tilefni af sýningunni verða einnig á staðnum valdir gullmolar úr sögu GT bíla en þar má nefna GT3 RS sem er sérhæfður brautarbíll og GT4 sem er líklega einn eftirsóttasti Cayman bíll sem framleiddur hefur verið.“

mbl.is