Polestar frumsýnir nýjan rafknúin jeppa

Fyrsta opinbera myndin af bílnum Polestar 3.
Fyrsta opinbera myndin af bílnum Polestar 3. Ljósmynd/Aðsend

Polestar frumsýnir nýjan rafknúin jeppa undir nafninu Polestar 3 í október 2022. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Polestar en þetta er fyrsti rafknúni jeppinn sem að þau framleiða.

Polestar er sænskur bílaframleiðandi sem framleiðir einungis rafbíla sem að þeirra sögn hafa afburðar aksturseiginleika. Polestar var stofnað árið 2017 af Volvo Cars og Geely Holding. Segir í tilkynningu Polestar að þessi kynning marki sókn þeirra á einn hraðvaxnasta markaðshluta bílamarkaðarins. 

Polestar 3 mun með tímanum bjóða upp á sjálfkeyrandi þjóðvegaakstur og mun bíllinn vera búinn tveggja mótora drifrás og stórri drifrafhlöðu sem gerir bílnum kleyft að keyra yfir 600 kílómetra í einu.

Viðskiptavinir geta lagt inn pöntun á Polestar 3 á frumsýningarmörkuðum frá og með frumsýningardeginum í október. Gert er ráð fyrir að framleiðsla hefjist snemma árs 2023.

Thomas Ingenlath, forstjóri Polestar, segir jeppann vera fyrir rafmagnsöldina: „Polestar 3 er jeppinn fyrir rafmagnsöldina. Hönnunareinkenni okkar þróast með þessum hágæða, stóra, rafmagnsjeppa, með sterkan, einkennandi karakter vörumerkisins.

Þá stefnir Polestar á að setja nýjan bíl á markað á hverju ári næstu þrjú árin eftir frumsýningu Polestar 3. 

Á Íslandi er Polestar hjá Brimborg sem hefur opnað Polestar Space sýningarsal við Bíldshöfða 6 í Reykjavík. 

Hægt er að horfa á kynningarmyndband bílsins hér fyrir neðan.

mbl.is