Polestar 6 verður að veruleika og Ísland með nokkur pláss

Viðtökurnar sem hugmhyndabíllinn O2 voru slíkar að Polestar gat varla …
Viðtökurnar sem hugmhyndabíllinn O2 voru slíkar að Polestar gat varla annað en gert bílinn að veruleika. Polestar

Snemma á árinu frumsýndi sænski rafbílaframleiðandinn framúrstefnulegan hugmyndabíl sem var gefið nafnið O2. Vakti bifreiðin mikla athygli enda var þar á ferð tveggja sæta sportbíll með niðurfellanlegt þak. Þá datt hönnuðum O2 í hug að búa bílinn sjálfstýrðum dróna sem mætti nota til að ná góðum myndum af bíltúrum um fallegar slóðir.

Nú hefur Polestar ákveðið að gera O2 að veruleika, og fær bíllinn nafnið Polestar 6. Framleiðslubíllinn er væntanlegur á markað 2026 en samkvæmt upplýsingum frá Brimborg munu Íslendingar geta tryggt sér takmarkaðan fjölda bíla í fyrstu framleiðslulotu, svk. LA Concept Edition, sem mun innihalda 500 númeruð eintök af bifreiðinni. Byrjar framleiðandinn að taka við pöntunum í dag, þriðjudaginn 16. ágúst.

Um verður að ræða tveggja sæta lauflétt og kröftugt tæki.
Um verður að ræða tveggja sæta lauflétt og kröftugt tæki. Polestar

Af eiginleikum Polestar 6 er það að segja að bíllinn verður búinn 800 volta háspennukerfi sömu gerðar og kemur í Polestar 5. Skilar aflrásin 650 kW eða jafngildi 884 hestafla, og 900 Nm togi. Er áætluð hröðun frá 0 í 100 km/klst aðeins 3,2 sekúndur og áætlaður hámarkshraði 250 km/klst.

Nánari upplýsingar má finna á eftirfarandi slóð en þar er einnig að finna eyðublað fyrir þá sem vilja tryggja sér eintak. Áætlað verð Polestar 6 er um 200.000 dalir og er beðið um 25.000 dala staðfestingargjald.

www.polestarimporteris.com/is/polestar6

ai@mbl.is

Þakið er úr harðri skel sem má fjarlægja.
Þakið er úr harðri skel sem má fjarlægja. Polestar
Hugmyndabíllinn var með innbyggðan dróna en ekki er ljóst hvort …
Hugmyndabíllinn var með innbyggðan dróna en ekki er ljóst hvort að það mun eiga við um framleiðsluútgáfuna. Polestar
Farþegarými Polestar 6 verður vitaskuld stílhreint og gert úr umhverfisvænum …
Farþegarými Polestar 6 verður vitaskuld stílhreint og gert úr umhverfisvænum efnum. Polestar







mbl.is