Nýr og breyttur Nissan X-trail væntanlegur

Fjórhjóladrifinn Nissan X-Trail e-Power, sem ekki þarf að stinga í samband við hleðslustöð, er væntanlegur til bílaumboðsins BL ehf.

Hljóðlát og sparneytin bensínvél X-Trail hleður orku beint á rafhlöðu bílsins og fær þaðan 213 hestafla rafmótorinn alla sína orku. Nissan X-Trail kemur nú í fyrsta sinn með e-Power tækni Nissan, sem einkennir hljóðlátan og snarpan akstur hreinna rafbíla.

Hannaður fyrir íslenskar aðstæður

Jepplingurinn er hannaður fyrir íslenskar aðstæður og boðinn í bæði 5 og 7 sæta útgáfu en jafnframt er hann eini 7 sæta rafknúni jepplingurinn í sínum stærðarflokki á markaðnum.

Nissan frumsýndi hinn nýja X-Trail formlega í beinni útsendingu á netinu í gærmorgun og sýnir myndbandið vel hversu miklum breytingum X-Trail hefur tekið frá fyrri gerðum.

Nánari grein verður gerð fyrir eiginleikum nýs X-Trail á frumsýningu hans hjá BL í desember.

mbl.is