Polestar 3 mun kosta um 13 milljónir

Polestar 3 mun kosta tæpar 13 milljónir á Íslandi.
Polestar 3 mun kosta tæpar 13 milljónir á Íslandi.

Polestar 3 jeppinn er fyrsti jeppi sænska framleiðandans Polestar. Fyrirtækið var stofnað af Volvo Cars og Geely Holding til að framleiða hágæða rafbíla og nýtur nýtur tæknilegrar og verkfræðilegrar samvirkni við Volvo Cars. 

Polestar 3 er 100% rafmagnsbíl og er hönnunin innblásin af Polestar Precept. Um er að ræða fimm sæta jeppa með afl allt að 380 kW og 910 Nm.

Thomas Ingenlath forstjóri Polestar segir að Polestar 3 sé kraftmikill rafmagnsjeppi sem höfði til skilningarvitanna með sérstakri skandínavískri hönnun og framúrskarandi aksturseiginleikum. 

„Með honum tökum við stórt skref í framleiðslunni þegar Polestar hefur framleiðslu í Bandaríkjunum. Við erum stolt og spennt að stækka vörulínu okkar samfara hröðum vexti,“ segir Ingenlath. 

Sætin eru úr umhvefisvænu leðri.
Sætin eru úr umhvefisvænu leðri.

Polestar 3 er kynntur með nýrri loftaflfræðilegri hönnun þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á að halda jeppaeinkennum, kraftmiklum og sterklegum. Hönnunin hefur verið unnin með nákvæmri en áhrifaríkri loftaflfræðilegri fínstillingu. Sem meðal annars byggir á vindskeið að framan sem er innbyggð í vélarhlífina, vindskeið sem er innbyggð í afturhlera og loftspöðum að aftan.

„Þessi bíll hefur verið hannaður sem Polestar frá upphafi og státar af nýjum hönnunareiginleikum, eins og tvíblaða aðalljósum, SmartZone og vindskeið að framan,“ segir Ingenlath. 

Að innan er Polestar 3 stílhreinn og fallegur og þess gætt að efniviðurinn innan í bílnum sé umhverfisvænn og með sjálfbæran uppruna án þess að það komi niður á útlitinu á bílnum. Í bílnum er til dæmis lífrænt dýravelferðarvottað leður sem kallast MicroTech.  

Polestar 3 kemur á markað fjórhjóladrifinn með tveimur rafmótorum með áherslu á aukna aflstýringu til afturhjólanna. Bíllinn skilar samtals 360 kW og 840 Nm togi. Með valfrjálsum Performance pakka er heildaraflið 380 kW og 910 Nm. 

„Markmið okkar var að bjóða upp á afköst og nákvæmni sem skilgreina alla Polestar bíla, án þess að skerða þægindi daglegs aksturs,“ segir Joakim Rydholm, yfirverkfræðingur undirvagnshönnunar Polestar og bætir við:

„Til að gera þetta notuðum við nýja íhluti eins og aðlagandi loftfjöðrun til að móta „Polestar tilfinninguna“ fyrir þessa tegund bíla.“ 

Polestar 3 er fyrsti bíllinn sem kynntur er á nýjum rafmagns undirvagni sem þróaður er af og deilt með Volvo Cars. Áætlað er að framleiðsla fyrir fyrstu markaði hefjist í verksmiðju Volvo Cars í Chengdu, Kína, frá miðju ári 2023, en fyrstu afhendingar eru væntanlegar á fjórða ársfjórðungi 2023. 

Polestar hefur framleitt tvo rafbíla með áherslu á afburða aksturseiginleika. Polestar 1 var framleiddur á árunum 2019 til 2021 í takmörkuðu magni. Polestar 2 er fyrsti fjöldaframleiddi rafbíll fyrirtækisins. Frá árinu 2022 áætlar Polestar að setja á markað einn nýjan rafbíl á ári og byrjar með Polestar 3 árið 2022. Gert er ráð fyrir að Polestar 4, minni rafmagnsjeppi með afburða aksturseiginleika, komi í kjölfarið árið 2023.

Árið 2024 er ráðgert að setja á markað Polestar 5, rafknúinn 4 dyra GT bíl, með afburða aksturseiginleika sem er afurð Polestar Precept. 

mbl.is