BL frumsýnir rafjepplinginn Subaru Solterra

Subaru Solterra verður frumsýndur á laugardaginn á milli kl. 14-16.
Subaru Solterra verður frumsýndur á laugardaginn á milli kl. 14-16.

BL við Sævarhöfða frumsýnir á laugardag, 5. nóvember nk., fjórhjóladrifna og rafknúna jepplinginn Solterra frá Subaru. Þessi aldrifni jepplingur er sá fyrsti í sögu fyrirtækisins sem boðinn er í 100% rafdrifinni útgáfu.

Í tilkynningu frá BL kemur fram að Solterra sé vel búinn fimm manna fjölskyldubíll með 80 kW rafmótor við hvorn öxul sem skila saman 218 hestöflum og 335 Nm togi og er hröðun bílsins 7,6 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Rafhlaðan í undirvagninum er 71 kWh og skilar hún allt að 466 km drægi sem gerir ferðalög milli flestra landshluta fyrirhafnarlaus og þægileg við venjubundnar aðstæður.

Solterra er með 7" upplýsingaskjá í mælaborði og rúmlega 12 tommu miðlægan snertiskjá fremst á miðjustokkinum milli framsætanna. Á honum eru stjórntakkar fyrir allar helstu aðgerðir, s.s. afþreyingu og leiðsögukerfi með Íslandskorti svo nokkuð sé nefnt. Þá er farþegarýmið einnig búið vönduðu sex hátalara hljóðkerfi í grunngerðinni og 11 í dýrari útfærslum sem auk þess eru búnar Harman Kardon hljóðkerfi. Þá er bílinn búinn tveggja svæða miðstöð og ýmsum hleðslumöguleikum svo nokkuð sé nefnt.

Þá inniheldur Solterra nýjan öryggisbúnaðarpakka, Subaru Safety Sense, sem inniheldur fjölda öryggisaðgerða til aðstoðar í akstri.

Subaru Solterra er boðinn í þremur útfærslum, Premium, Lux og Lux+ og er verðið frá 7.290 þúsundum króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina