Heitt súkkulaði, pönnukökur og bílar á vetrarsýningu

Kia Sportage, Kia Sorento og Honda CR-V í Arctic útfærslu …
Kia Sportage, Kia Sorento og Honda CR-V í Arctic útfærslu verða til sýnis ásamt úrvali bíla frá Mercedes-Benz, Kia og Honda. Ljósmynd/Aðsend

Bílaumboðið Askja býður viðskiptavinum og öðrum gestum á sérstaka vetrarsýningu á laugardaginn frá klukkan 12-16.

Í tilkynningu frá umboðinu segir að Kia Sportage, Kia Sorento og Honda CR-V í Arctic útfærslu verða til sýnis ásamt úrvali bíla frá Mercedes-Benz, Kia og Honda.

,,Straumurinn liggur í Öskju um helgina og tökum við vetrinum fagnandi með sérstakri vetrarsýningu á laugardaginn. Við hvetjum alla til að koma til okkar í notalega vetrarstemningu, skoða glæsilegt úrval aukahluta og rafmagnað úrval bíla frá Mercedes-Benz, Kia og Honda, en Askja býður upp á eitt mesta úrval rafbíla á landinu," er haft eftir Sigríði Rakel Ólafsdóttur, markaðsstjóra Öskju.

Gestum í Öskju verður auk þess boðið upp á heitt súkkulaði og íslenskar pönnukökur.

mbl.is