Rafdrifinn EQE SUV í forsölu

Nýr EQE SUV er enn einn áfangi Mercedes-Benz í rafbílavæðingu …
Nýr EQE SUV er enn einn áfangi Mercedes-Benz í rafbílavæðingu framleiðandans.

Forsala er hafin á nýjum EQE SUV frá Mercedes-EQ. Bíllinn er 100% rafmagnaður lúxusjeppi með allt að 550 kílómetra drægi og 170 kW hraðhleðslugetu.

EQE SUV er enn einn áfangi Mercedes-Benz í rafbílavæðingu framleiðandans, en Mercedes-Benz hefur gefið út að árið 2030 muni allur bílafloti vörumerkisins vera framleiddur kolefnishlutlaus og samanstanda einungis af rafmagnsbílum.

Fyrsti rafdrifni lúxusjeppinn frá Mercedes

Um er að ræða fyrsta 100% rafmagnsdrifna lúxusjeppann frá Mercedes, sem einnig mun verða í boði frá Mercedes-AMG. 

Í innanrýminu er MBUX-margmiðlunarkerfi og Burmester 3D-hljóðkerfi og er farangursými bílsins allt að 1686 lítrar.

EQE SUV er byggður á sameiginlegum EVA 2.0-undirvagni sem einnig má finna í EQS- og EQE-fólksbílunum.

EQE SUV frá Mercedes-AMG verður einnig fáanlegur

EQE SUV frá Mercedes-AMG verður einnig fáanlegur á Íslandi. Tveir öflugir rafmótorar og fjölhæft fjórhjóladrif er grundvöllur akstursupplifunar bílsins.

Sérfræðingar í þróunardeild Mercedes-AMG hafa sett sitt eigið mark á fjölda þátta í bílnum, en þar má meðal annars nefna hönnun bílsins bæði að innan og að utan, fjöðrunarkerfi með stýringu á afturás sem er staðalbúnaður og AMG SOUND EXPERIENCE hljómkerfi.

Áætluð koma EQE SUV til Íslands er um mitt sumar 2023.

mbl.is