Aka 27.000 km á rafbíl

Ramsay-hjónin hyggjast keyra Nissan Ariya á milli póla í fylgd …
Ramsay-hjónin hyggjast keyra Nissan Ariya á milli póla í fylgd breyttra jeppa frá Arctic Trucks. Ljósmynd/BL

Bresku hjónin Chris og Julie Ramsay hyggjast, í samstarfi við framleiðandann Nissan, aka 27 þúsund kílómetra leið frá Norðurpólnum til Suðurskautslandsins á einstökum rafbíl, Nissan Ariya.

Ökuferð hjónanna hefst í mars næstkomandi en tveir ökumenn á breyttum jeppum frá Arctic Trucks fylgja hjónunum eftir á ferðalaginu.

Kynning milli kl. 12 og 16

BL við Sævarhöfða sýnir bifreiðina, sem var 39 tommu-breytt hér á landi hjá Arctic Trucks á milli klukkan 12 og 16 á laugardag.

Viðstaddir kynninguna verða meðal annars tæknisérfræðingar frá Arctic Trucks sem veitt geta áhugasömum gestum ítarlegar upplýsingar um hönnun breytingarinnar á bílnum og leiðangurinn fram undan.

Arctic Trucks undirbúa ferðina við fjölbreyttar aðstæður á hálendi Íslands.
Arctic Trucks undirbúa ferðina við fjölbreyttar aðstæður á hálendi Íslands. Ljósmynd/BL

Ekið við erfiðustu aðstæður

Meðan á ökuferðinni stendur mun Ariya takast á við öfgakennt landslag, svo sem ísjaka, djúpan snjó, brattar fjallshlíðar og eyðimerkuröldur. Arctic Trucks, sem býr að langri reynslu af akstri við erfiðustu aðstæður sem fyrirfinnast á jörðinni, þar á meðal á Norðurpólnum og Suðurskautslandinu, hönnuðu breytinguna á Ariya ásamt verkfræðingum Nissan og eru um þessar mundir að undirbúa ferðina við fjölbreyttar aðstæður á hálendi Íslands.

Lágmarksbreytingar gerðar

Breytingum á bílnum var haldið í lágmarki og einskorðast nær eingöngu við fjöðrunarbúnað og brettavíkkanir til að mæta stærri hjólbörðum frá BF Goodrich.
Hvorki voru gerðar breytingar á fjórhjóladrifstækni bílsins né á rafhlöðukerfi hans. Til að hlaða rafhlöðu Ariya á ferðalaginu verður lítil og nett hleðslustöð með í för tengd vindmyllu og sólarrafhlöðum.

Breytingum á bílnum, sem gerðar voru hjá Arctic Trucks, var …
Breytingum á bílnum, sem gerðar voru hjá Arctic Trucks, var haldið í lágmarki og einskorðast nær eingöngu við fjöðrunarbúnað og brettavíkkanir. Ljósmynd/BL

Nissan hefur opnað sérstaka upplýsingasíðu á netinu þar sem leiðangurinn er kynntur og hægt er að nálgast.

mbl.is