Kia á toppnum enn og aftur

Kia er bílaframleiðandi frá Suður-Kóreu.
Kia er bílaframleiðandi frá Suður-Kóreu. Innsend

Bílaframleiðandinn Kia hreppti efsta sætið í flokki fjöldaframleiddra bíla í áreiðanleikakönnun J.D. Power. Þetta er þriðja árið í röð sem Kia trónir á toppnum.

Bandaríska greiningarfyrirtækið J.D. Power stóð fyrir könnun þar sem rúmlega 30.000 bílaeigendur þriggja ára gamalla bíla voru spurðir ýmissa spurninga. Er þetta 37. skipti sem þessi könnun er gerð.

Kia trónar yfir aðra fjöldaframleidda bíla nú þriðja árið í röð en í flokki lúxusmerkja var Lexus í fyrsta sæti.

„Þessi frábæri árangur Kia í áreiðanleikakönnun J.D. Power er mikil viðurkenning enda um mjög virta könnun að ræða,“ segir Jón Trausti Ólafsson framkvæmdarstjóri Bílaumboðsins Öskju, í fréttatilkynningu frá umboðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina