Rafjeppi með 520 km drægni

Hongqi E-HS9 verður kynntur hjá BL á laugardag.
Hongqi E-HS9 verður kynntur hjá BL á laugardag.

BL við Sævarhöfða frumsýnir á laugardag, 4. mars milli kl. 12 og 16, langdrægustu og best búnu gerð rafknúna og fjórhjóladrifna lúxusjeppans Hongqi E-HS9, að því er BL segir í tilkynningu.

BL kynnti í október þrjár fyrstu gerðirnar, Comfort, Premium og Exclusive, en kynnir nú Executive með 120kWst rafhlöðu, sem gerir kleift að aka bílnum allt að 520 km vegalengd við bestu aðstæður.

Tekið er fram, að þó að jeppinn sé vegi um 2,6 tonn þá sé snerpan mikil enda bíllinn aldrifinn og með 750 Nm togkraft sem skili hröðun úr kyrrstöðu í 100 km/klst á aðeins 4,9 sekúndum.

Hongqi E-HS9 Executive hefur 1,5 tonna dráttargetu og er hægt að fá ýmsan aukabúnað til að mæta fjölbreyttum áhugamálum. Þar á meðal eru sex para skíðafestingar á toppinn, mismunandi reiðhjólafestingar á dráttarkrókinn eða upp á bílinn og ýmislegt fleira sem skapað geta spennandi ferðalag til útivistar allan ársins hring, segir enn fremur í tilkynningu. 

Nánari upplýsinegar er að finna heimasíðu BL.

mbl.is

Bloggað um fréttina