Nýr Civic sýndur með mótorhjólasýningu

Nýr Honda Civic Hybrid verður frumsýndur á laugardaginn í bílaumboði …
Nýr Honda Civic Hybrid verður frumsýndur á laugardaginn í bílaumboði Öskju. Ljósmynd/Aðsend

Bílaumboðið Askja mun frumsýna nýjan Honda Civic Hybrid í sýningarsal Honda á laugardaginn næstkomandi, 25. mars. Auk þess verða ný mótorhjólin frá Honda sýnd í Öskju á sama tíma.

Civic Hybrid er ellefta kynslóðin af bílategundinni en liðin eru einmitt 50 ár síðan Civic var fyrst kynntur til sögunnar. Askja blæs í tilefni þess til frumsýningar á bílnum og stórafmælisboðs á laugardag á milli klukkan 12 og 16.

Hybrid kerfið sem þróað var fyrir Civic er sett saman úr tveimur kraftmiklum rafmótorum tveggja lítra Atkinson-bensínvél, Li-ion rafhlöðu og nýjustu kynslóð sjálfskiptingar Honda.

Ljósmynd/Aðsend

Fimm ára ábyrgð fylgir nýjum Civic Hybrid og innifalin er regluleg þjónusta í þrjú ár að skilyrðum uppfylltum.

Samhliða frumsýningunni ætlar Askja að sýna ný og mótorhjól frá Honda. Fyrstu Honda mótorhjólin voru flutt inn af Honda umboðinu árið 1962.

mbl.is

Bloggað um fréttina