BL sýnir tvær nýjar gerðir Nissan

Bílaumboðið BL kynnir Nissan Qasqai og Nissan X-Trail á laugardaginn.
Bílaumboðið BL kynnir Nissan Qasqai og Nissan X-Trail á laugardaginn.

Bílaumboðið BL mun á laugardaginn 25. mars kynna tvær gerðir Nissan bíla, annars vegar X-Trail og hins vegar Qashqai. Kynningin fer fram í sýningarsal BL við Sævarhöfða á milli klukkan 12 og 16.

Báðir bílarnir hafa nýja rafdrifna aflrás, e-Power, sem Nissan hefur þróað fyrir jepplinga. X-Trail bílinn er einnig búinn fjórhjóladrifstækninni e-4ORCE, en tæknin er þróuð frá grunni af Nissan framleiðandanum.

Nýja aflrásin e-Power einkennist af hljóðlátum akstri rafbíls án þess þó að bílunum þurfi nokkru sinni að stinga í samband við hleðslustöð. Sparneytin bensínvél bílsins sér alfarið um að hlaða orku á rafhlöðu bílanna þegar á þarf að halda þar sem rafmótorar við hjólin fá orku til að knýja bílana áfram. Bílarnir tveir eru þeir fyrstu til að státa slíkri tækni í Evrópu.

X-Trail bíllinn er búinn e-4ORCE tækninni með tveimur rafmótorum. Tölvubúnaður e-4ORCE tækninnar stjórnar afköstum rafmótoranna á sjálfstæðan hátt á hverju hjóli í samræmi við akstursskilyrði hverju sinni, og dreifir þannig toginu jafnt að framan og aftan til að hámarka grip dekkja bílsins. Kerfið stjórnar einnig hemlum bílsins sjálfstætt fyrir hvert hjól til að viðhalda réttri stefnu bílsins á veginum og fyrirbyggja skrik með ófyrirséðum afleiðingum.

mbl.is