Brimborg lækkar verð á nýjum bílum

Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborg.
Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborg. mbl.is/Styrmir Kári

Brimborg hefur tilkynnt að verð á nýjum bílum verði lækkað um allt að 6,6% sökum þess að gengi krónunnar hefur styrkst undanfarið og félagið hafi trú á stöðugra og sterkara gengi næstu misserin.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu er haft eftir Agli Jóhannssyni, forstjóra Brimborgar, að hagstæðara gengi krónu hafi jákvæð áhrif á bílverð og lækkun á bílverði hafi jákvæð áhrif til að lækka verðbólgu. Átaks sé þörf til að berjast gegn verðbólgunni.

Nýir verðlistar hafa verið gefnir út á vefsvæðum Brimborgar og verð uppfært í vefsýningarsal nýrra bíla. Þar er hægt að skoða verð nýrra bíla á lager og í pöntun, senda fyrirspurn og panta bíl.

Brimborg hefur umboð á Íslandi fyrir fólks- og sendibíla frá Ford, Volvo, Polestar, Mazda, Citroën, Peugeot og Opel og vörubíla frá Volvo Trucks. Það sem af er ári er rafbílahlutdeild hjá Brimborg af fólksbílasölu 48%, af sendibílasölu 55% og í heild 49%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: