Margir sýndu kínverska risanum áhuga

Starfsfólk Vatt við BYD bifreið.
Starfsfólk Vatt við BYD bifreið.

„Mætingin var í raun eins góð og við gátum tekið við.“

Þetta segir Úlfar Hinriksson, framkvæmdastjóri Vatt sem er umboðsaðili BYD (e. Build Your Dreams) á Íslandi. Fyrirtækið nýtti nýliðna helgi til þess að kynna fyrstu fólksbílana frá framleiðandanum á markaðinn hér á landi en hann er sá umsvifamesti á sviði rafbílaframleiðslu í heiminum. Tók fram úr Tesla með gríðarlegri framleiðsluaukningu í fyrra.

Úlfar segir aðsóknina í sýningarsal fyrirtækisins í Skeifunni hafa verið frábæra en auk þeirra bíla sem voru til sýnis þar hafi áhugasamir getað gripið í prufuakstur. „Bílarnir voru í stanslausri notkun bæði laugardag og sunnudag sem er mjög ánægjulegt.“ Hann segir einnig að það hafi verið áberandi hversu margir rafbílaeigendur lögðu leið sína á staðinn. „Þetta er fólk sem þekkir orðið inn á markaðinn og hefur eflaust heyrt af því hvað BYD er að gera, ekki aðeins í rafhlöðumálum heldur einnig bílsmíðinni sjálfri.“

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í gær.

Úlfar Hinriksson framkvæmdastjóri Vatt.
Úlfar Hinriksson framkvæmdastjóri Vatt. Árni Sæberg
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina