Glæsikerrur frá Porsche til sýnis

Bílabúð Benna er umboð Porsche á Íslandi.
Bílabúð Benna er umboð Porsche á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend

Bílabúð Benna, umboðsaðili Porcshe á Íslandi býður þeim sem vilja að berja nýju sportbílana, Porsche Cayman GT4 RS og Cayman GTS, augum þann 14. maí. Einnig verður hægt að sjá Cayman bíla fyrri ára á svæðinu í tilefni dagsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bílabúð Benna.

Porsche Cayman GT4 RS er tveggja sæta sportbíll með fjögurra lítra, sex stokka vél fyrir miðju. Vélin er sögð hönnuð fyrir snerpu og ná auðveldlega níu þúsund snúningum á mínútu. Þá komist hann úr núll í hundrað kílómetra á klukkustund á 3,4 sekúndum.

Hinir ýmsu bílar verða til sýnis á sunnudag.
Hinir ýmsu bílar verða til sýnis á sunnudag. Ljósmynd/Aðsend

Porsche Cayman GTS er einnig tveggja sæta sportbíll sem fæst með fjögurra lítra, sex stokka vél sem er um fjögur hundruð hestöfl.

„Hann er með sportlegu útliti með lituðum framljósum, sportútblásturskerfi í svörtu háglans stáli, og veglegri innréttingu með sportstýri í Race-Tex og Sports Plus sæti sem einnig er úr Race-Tex,“ segir í tilkynningunni.

Bílabúð Benna er umboð Porsche á Íslandi.
Bílabúð Benna er umboð Porsche á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend

Rafmagnsbílarnir Taycan og Taycan Cross Turismo ásamt Platinum Edition af Cayenne jeppanum verða einnig á svæðinu.

Öllum er boðið að koma að Krókhálsi 9 á milli 12.00 og 16.00 til þess að sjá bílana.  

mbl.is