Hraðhleðslunet fyrir rafbílanotendur

Myndin er af 120 kW stöðinni við Jafnasel 6 í …
Myndin er af 120 kW stöðinni við Jafnasel 6 í Breiðholti (við hliðina á Krónunni og Sorpu). Aðgangur að stöðinni er virkjaður á einfaldan hátt með e1 appinu. Ljósmynd/Aðsend

Brimborg og e1 hafa hafið samstarf um hraðhleðslunet sem opnar aðgang að öllum hraðhleðslustöðvum Brimborgar. Samhliða því hafa tvær fyrstu hraðhleðslustöðvar Brimborgar verið opnaðar. Þetta kemur fram á vef Brimborgar

Einfalt aðgengi að hleðslustöðvum getur verið mikilvægt fyrir rafbílanotendur. e1 veitir meðal annars aðgang að hleðslustöðvum Brimborgar í gegnum appið, en þar er hægt að finna stöðvarnar, hlaða og greiða í hleðslustöðvarnar á einum stað. 

Fyrstu tvær hraðhleðslustöðvar Brimborgar opnuðu í kjölfarið en þær eru staðsettar í Jafnaseli 6, Breiðholti, þar sem alls eru fjögur tengi. Í sumar verður síðan ein stærsta hraðhleðslustöð landsins opnuð í Reykjanesbæ þar sem samtímis verður hægt að hlaða átta rafbíla. 

mbl.is