Forsala á nýjum Peugeot E-3008 rafbíl

Árið 2025 mun Peugeot bjóða eitt breiðasta úrval rafbíla í …
Árið 2025 mun Peugeot bjóða eitt breiðasta úrval rafbíla í Evrópu og endurhannar nú frá grunni sinn vinsælasta bíl í glænýjan rafknúinn sportjeppa: E-3008. Ljósmynd/Brimborg

Forsala á nýjum Peugeot E-3008 rafbíl hefst í Brimborg í október en bíllin kemur til landsins í febrúar á næsta ári. Sjö ára ábyrgð verður á bílnum og átta ár á drifrafhlöðu hér á landi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Brimborg.

Led lýsing undir skjáunum gefur tilfinningu um að þeir fljóti …
Led lýsing undir skjáunum gefur tilfinningu um að þeir fljóti og skapar skemmtilegt andrúmsloft í bílnum. Sjálfvirkar kerfisuppfærslur fara fram í gegnum nettengingu. Ljósmynd/Brimborg

Hannaður frá upphafi sem rafbíll

Árið 2025 mun Peugeot bjóða eitt breiðasta úrval rafbíla í Evrópu og endurhannar nú frá grunni sinn vinsælasta bíl í glænýjan rafknúinn sportjeppa: E-3008.

Peugeot E-3008 útfærslur munu byggjast á tveimur útfærslustigum, Allure og GT, með þremur aukabúnaðarpökkum til einföldunar.

Segir í tilkynningunni að bíllinn búi yfir hágæðum með 100% rafmagnsdrægni allt að 700 kílómetrum og akstursgleði sem skapast af einstökum STLA undirvagni Stellantis bílaframleiðandans.

Þá segir að Peugeot 3008 sé metsölubíll í núverandi mynd sem hefur heillað meira en á aðra milljón viðskiptavina í 130 löndum á síðustu 7 árum. Nýi E-3008 er hannaður frá upphafi sem rafbíll og nýtur góðs af úrvali af þremur rafknúnum losunarfríum aflrásum til að mæta öllum þörfum viðskiptavina. Bíllinn verður fáanlegur með 73 kWh og 98 kWh rafhlöðum.

  • 73 kWh rafhlaða með drægni allt að 525 km, drif á einum ás og rafmótor með 210 hestöfl/157 kW. Forsala hefst í október og bílar til afhendingar í febrúar 2024.
  • Tvöfaldur mótor með drægni upp á allt að 525 km með 73 kWh rafhlöðu og fjórhjóladrif sem skilar 320 hö/240 kW. Fáanlegur í upphafi árs 2025.
  • 98 kWh rafhlaða með drægni allt að 700 km, drif á einum ás og rafmótor með 230 hestöfl/170 kW. Fáanlegur í upphafi árs 2025.

DC hraðhleðslan í nýja E-3008 býður allt að 160 kW hleðsluafköst sem gerir kleift að hlaða 73 kWh staðalrafhlöðuna í E-3008 í allt að 80% á u.þ.b. 30 mínútum.

Hemlabúnaður er með þrjár stillingar til endurheimtar á orku (regenerative braking) og í tveimur afkastamestu stillingunum kviknar sjálfkrafa á hemlaljósum að aftan.

Yfir 500 kg af umhverfisvænum efnum eru notuð við framleiðslu …
Yfir 500 kg af umhverfisvænum efnum eru notuð við framleiðslu á Peugeot e-3008. Grænt stál og ál telja um 60% og endurunnið plast er síðan notað m.a. í stuðara, geymslurými, vindskeið og teppi. Allt króm hefur verið fjarlægt af ytra byrgði bílsins með sjálfbæra hönnun í huga. Ljósmynd/Brimborg

Getur hlaðið rafmagnshjól og knúið rafmagnstæki 

V2L (Vehicle to Load) eiginleiki Peugeot E-3008 gefur eigendum bílsins kost á að hlaða rafmganshjól og knýja rafmagnstæki með háspennu rafhlöðu bílsins. Kerfið getur veitt allt að 3kW og 16A.

Ný kynslóð Panoramic i-Cockpit® lítur einnig dagsins ljós í nýjum E-3008. Í GT útgáfunni er m.a. breiður 21 tommu HD víðmyndarskjár sem sameinar mælaborð og snertiskjáinn með stýringunum. Í Allure útgáfunni eru tveir 10 tommu skjáir sameinaðir í eitt spjald sem gefur sama flæði og 21 tommu skjárinn í GT.

Led lýsing undir skjáunum gefur tilfinningu um að þeir fljóti og skapar skemmtilegt andrúmsloft í bílnum. Sjálfvirkar kerfisuppfærslur fara fram í gegnum nettengingu.

Öryggisbúnaður í E-3008 er framúrskarandi. Bíllinn bremsar t.d. sjálfvirkt og gefur árekstrarviðvörun ef bíllinn nálgast hluti á of miklum hraða. Skynjarar láta vita ef að athyglin er ekki á akstrinum svo sem ef bíllinn rásar eða fer yfir veglínur og les á umferðarskilti og viðvaranir um einstefnur og lokanir. Blindpunktaviðvaranir eru upp að 75 metrum og háþróuð spólvörn er með stillingar fyrir snjó.

Sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu

Stellantis framleiðandi Peugeot hefur sett skýr markmið til að minnka losun koltvísýrings fyrir árið 2030 og ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2038. Til að ná settum markmiðum er sjálfbærni höfð að leiðarljósi við framleiðslu á E-3008.

Yfir 500 kg af umhverfisvænum efnum eru notuð við framleiðslu á Peugeot e-3008. Grænt stál og ál telja um 60% og endurunnið plast er síðan notað m.a. í stuðara, geymslurými, vindskeið og teppi. Allt króm hefur verið fjarlægt af ytra byrgði bílsins með sjálfbæra hönnun í huga.

mbl.is