BL kynnir aldrifinn 435 hestafla MG4 XPower

MG4 XPower er búinn tveimur rafmótorum við hvorn ás sem …
MG4 XPower er búinn tveimur rafmótorum við hvorn ás sem skila 435 hestöflum.

BL við Sævarhöfða mun á laugardag kynna nýja útgáfu af rafbílnum MG4, sem heitir fullu nafni MG4 XPower og er í senn aldrifinn og kraftmeiri en aðrar gerðir þessa bíls.

Bíllinn verður kynntur á milli kl. 12–16 á laugardaginn kemur, 18. nóvember.

MG4 XPower er búinn tveimur rafmótorum við hvorn ás sem skila 435 hestöflum og 600 Nm togi og knýja bílinn á einungis 3,8 sekúndum úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Rafhlaðan er 64kW sem gefur allt að 385 km drægni á hleðslunni.

Til viðbótar við búnað annarra gerða MG4 er XPower búinn ýmsum umframbúnaði sem auka sportlega aksturseiginleikana og upplifun ökumanns af akstrinum að því er fram kemur í tilkynningu frá BL. Fyrir utan önnur sæti, sportpedala og sportlegar bremsudælurnar innan við 18 tommu álfelgurnar má einnig nefna stífari fjöðrun og svonefnt „Launch Control“ sem hámarkar hröðun bílsins úr kyrrstöðu.

Hefur fengið góðar móttökur

MG4 hefur hlotið afar góðar móttökur og ýmsar viðurkenningar evrópskra bílavefja og tímarita frá því að bíllinn var kynntur á síðasta ári. Hjá BL kostar hinn aldrifni 435 hestafla MG4 XPower tæpar 6,2 milljónir króna.

Til viðbótar við búnað annarra gerða MG4 er XPower búinn …
Til viðbótar við búnað annarra gerða MG4 er XPower búinn ýmsum umframbúnaði.
mbl.is