Hekla frumsýnir Audi Q6 e-tron

Q6 e-tron þykir fela í sér kaflaskil í hönnun hjá …
Q6 e-tron þykir fela í sér kaflaskil í hönnun hjá framleiðandanum. Ljósmynd/Hekla

Eflaust munu margir vilja leggja leið sína í sýningarsal Audi á Laugavegi 174 á laugardag en þar verður nýr Audi Q6 e-tron frumsýndur frá kl. 12 til 16.

Í tilkynningu frá Heklu er haft eftir Birni Víglundssyni, framkvæmdastjóra sölusviðs, að það sé alltaf stór stund þegar tekið er á móti nýjum meðlimum í fjölskylduna: „Koma Audi Q6 e-tron er þar engin undantekning. Bíllinn er virkilega vel heppnaður og frábærlega hannaður að utan sem innan.“

Eins og sést á myndinni er farþegarýmið aðlaðandi.
Eins og sést á myndinni er farþegarýmið aðlaðandi.

Hekla segir Q6 e-tron fela í sér kaflaskil í hönnun frá Audi en bifreiðin kemur á nýjum undirvagni og er fjórhjóladrifin. Þá er drægnin hvorki meira né minna en 616 kílómetrar á einni hleðslu en til að setja þá tölu í íslenskt samhengi er leiðin frá Reykjavík alla leið austur til Breiðdalsvíkur um 610 km.

Umboðið segir quattro-fjórhjóladrifið gera Q6 e-tron kjörinn fyrir íslensk veðurskilyrði og þá hefur verið hugað að hverju smáatriði í hönnun bifreiðarinnar að utan sem innan en í farþegarýminu eru margmiðlunarskjáir fyrir bæði ökumann og farþega. Q6 e-tron býður upp á hraðhleðslu, að hámarki 270 kW, og má þá fylla á rafhlöðuna úr 10% í 80% á 21 mínútu.

Margmiðlunarskjáir eru fyrir framan bæði ökumann og farþega.
Margmiðlunarskjáir eru fyrir framan bæði ökumann og farþega.
Quattro-fjórhjóladrifið á að ráða vel við íslenskar aðstæður.
Quattro-fjórhjóladrifið á að ráða vel við íslenskar aðstæður.
Rafmagsnbílar Audi hafa alla jafna vakið mikla hrifningu.
Rafmagsnbílar Audi hafa alla jafna vakið mikla hrifningu.
mbl.is
Loka