Frumsýna nýjan Kia Picanto

Kia á Íslandi frumsýnir nýjan og glæsilegan Kia Picanto hjá bílaumboðinu Öskju.

Kynningin fer fram í sýningarsal Kia að Krókhálsi 13 á morgun, laugardaginn 16. nóvember, á milli klukkan 12-16.

Nettur og skemmtilegur

Picanto er nettur en á sama tíma skemmtilegur og kraftmikill en sportleg lipurð og yfirbragð einkenna ytri byrði hans. Býr Picanto yfir 1,0 lítra bensínvél sem er afar sparneytin og losar lítið af koltvísýringi.

Bíllinn kemur með bakkmyndavél, hita í stýri og sætum, 8" margmiðlunarskjá og Kia Connect snjallforritinu.

Margvíslegur akstursaðstoðarbúnaður og háþróaður öryggisbúnaður er staðalbúnaður í bílnum sem vinnur stöðugt að því að fylgjast með akstrinum og tryggja öryggi farþega og þeirra sem eru í kring.

mbl.is
Loka