Skyldi það vera jólahjól?

Rafmagnshjól voru áberandi á sýningunni að þessu sinni.
Rafmagnshjól voru áberandi á sýningunni að þessu sinni. AFP/Gabriel Bouys

Mikið var um dýrðir í Mílanó fyrr í mánuðinum og streymdu mótorhjólaáhugamenn víða að til að sækja EICMA-sýninguna, en liðin eru 110 ár frá því að hún var haldin fyrst.

EICMA er árviss viðburður og nota framleiðendur oft tækifærið til að frumsýna ný mótorhjól og hreykja sér af alls kyns tækninýjungum.

Í þetta skiptið voru sýnendur meira en 770 talsins frá 45 löndum og dreifðu þeir úr sér yfir 330.000 fermetra sýningarsvæði og tíu sýningarhallir. Segja skipuleggjendur að um 600.000 manns hafi heimsótt viðburðinn en auk þess að geta skoðað glæsileg hjól á fallegum sýningarbásum mátti fylgjast með krefjandi keppni í mótorhjólagreinum. Á myndunum hér til hliðar má sjá sum af þeim hjólum sem stóðu upp úr en rafhjól voru áberandi að þessu sinni, bæði á hugmyndastigi og tilbúin til framleiðslu. ai@mbl.is

Greinin birtist upphaflega í Bílablaði Morgunblaðsins 19. nóvember.

Mótorkross-kappar léku listir sínar fyrir gesti EICMA á keppnisbraut sem …
Mótorkross-kappar léku listir sínar fyrir gesti EICMA á keppnisbraut sem reist var á sýningarsvæðinu. Þeir létu sig ekki muna um að fljúga eins og fuglinn. AFP/Gabriel Bouys
MV Agusta sýndi þetta einstaklega fallega F3 Competizione-tryllitæki.
MV Agusta sýndi þetta einstaklega fallega F3 Competizione-tryllitæki. Ljósmynd/Eicma
Honda CB1000 Hornet-mótorhjólið virðist tilbúið að spana af stað.
Honda CB1000 Hornet-mótorhjólið virðist tilbúið að spana af stað. Ljósmynd/Eicma
Ekki er hægt að kvarta yfir litavalinu á þessu BMW …
Ekki er hægt að kvarta yfir litavalinu á þessu BMW S 1000 R-mótorhjóli. Ljósmynd/Eicma
Ducati notaði sýninguna til að frumsýna þennan nýja og lauflétta …
Ducati notaði sýninguna til að frumsýna þennan nýja og lauflétta Panigale V2. Ljósmynd/Ducati
Gaman væri að finna BMW R1600 undir jólatrénu í desember.
Gaman væri að finna BMW R1600 undir jólatrénu í desember. AFP/Gabriel Bouys
Fagurt og sígilt hjól frá Royal Enfield í ómótstæðilegum lit.
Fagurt og sígilt hjól frá Royal Enfield í ómótstæðilegum lit. Ljósmynd/Eicma
Gestur prófar afskaplega nett CE02-rafmagnshjól frá BMW.
Gestur prófar afskaplega nett CE02-rafmagnshjól frá BMW. AFP/Gabriel Bouys
Bráðskemmtilegt litaval á hugmyndahjóli frá MV Agusta.
Bráðskemmtilegt litaval á hugmyndahjóli frá MV Agusta. Ljósmynd/Eicma
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: