Bílaumboðið Ísband heldur sérstakan frumsýningarviðburð í þessari viku þar sem kynntur verður Jeep Grand Cherokee Summit Reserve 4xe Plug-In-Hybrid með 33” breytingu.
Í tilkynningu segir að breytingapakkinn samanstandi af 33” dekkjum, 17” felgum, brettaköntum, upphækkun og aurhlífum. Nýr kostar jeppinn 16.990.000 kr en breytingarpakkinn kostar 2.356.000 kr. til viðbótar og er heildarverðið þá 19.346.000 kr.
Ísband mun bjóða takmarkað magn af bílum með breytingunni á 17.990.000 kr. eða með 1.356.000 kr. afslætti.
Summit Reserve-útgáfa Jeep Grand Cherokee er hlaðin lúxusbúnaði, s.s. leðurinnréttingu, stóru opnanlegu glerþaki, 360° myndavélakerfi, nuddi í framsætum og hljómflutningstækjum frá MacIntosh. „Með 33” breytingu er Grand Cherokee reiðubúinn í ljúfan akstur í borg eða við erfiðar aðstæður á torfærum vegslóðum,“ segir enn fremur í tilkynningu umboðsins en þar er jafnframt tekið fram að skottið rúmi auðveldlega fjögur golfsett og kerrur.
Frumsýning jeppans stendur yfir frá 1. til 3. júlí og er tekið á móti gestum frá klukkan 10 til 17 í Þverholti 6 í Mosfellsbæ.