Vatt frumsýnir rafknúinn pallbíl og tvo sendibíla

Það eru ekki margir rafmagnaðir pallbílar í boði á íslenska …
Það eru ekki margir rafmagnaðir pallbílar í boði á íslenska markaðinum og kemur Maxus nú með áhugaverðan valkost. Ljósmynd/Vatt

Það verður glatt á hjalla hjá Vatt á laugardag, en þá verða þrír rafmagnaðir fólks- og sendibílar frumsýndir í sýningarsalnum í Skeifunni 17.

Mörgum myndi þykja stjarna dagsins vera Maxus eTerron 9, sem er 4x4 rafknúinn pallbíll með 3,5 tonna dráttargetu og burðargetu fyrir 620 kg hlass. Í tilkynningu frá Vatt kemur fram að eTerron 9 hlaut hámarkseinkunn, eða fimm stjörnur, í mælingu Euro NCAP, en í fimm sæta útfærslu getur hann gegnt tvíþættu hlutverki sterkbyggðs atvinnubíls og þægilegs fjölskyldubíls.

E-Deliver 7 býður m.a. upp á gott aðgengi að flutningsrými.
E-Deliver 7 býður m.a. upp á gott aðgengi að flutningsrými.

Á sýningu laugardagsins verður líka hægt að skoða Maxus e-Deliver 7 sendibílinn sem fæst bæði fram- og fjórhjóladrifinn og 100% rafknúinn. Drægnin er frá 362 til 524 km og til að bæta aðgengi er flutningsrýmið með hurðar á báðum hliðum. Dráttargetan er 1.500 kg en burðargetan 1.020 kg og farmrýmið 6,7 rúmmetrar að stærð.

Maxus e-Deliver 5 er sömuleiðis fjölhæfur sendibíll, með drægni frá 335 km og hliðarhurðar beggja megin. Hann fæst með ýmist 6,6 eða 7,7 rúmmetra flutningsrými, allt að 1.200 kg burðargetu og 1.500 kg dráttargetu.

Sýning laugardagsins stendur yfir frá kl. 12 til 16.

E-Deliver 5 fæst með allt að 7,7 metra flutningsrými.
E-Deliver 5 fæst með allt að 7,7 metra flutningsrými.
mbl.is