Mitsubishi Pajero á sér langa sögu hérlendis. En stundum kemst bíleigandinn í bobba. Varahlutir eru dýrir og hér segir bréfritari frá því að vatnskassi í bíl sínum sé ónýtur og nýr kostihálft bílverð og engin partasala virðist eiga heilan vatnskassa. Við slíkar aðstæður eru góð ráð dýr.
Mitsubishi Pajero á sér langa sögu hérlendis. En stundum kemst bíleigandinn í bobba. Varahlutir eru dýrir og hér segir bréfritari frá því að vatnskassi í bíl sínum sé ónýtur og nýr kostihálft bílverð og engin partasala virðist eiga heilan vatnskassa. Við slíkar aðstæður eru góð ráð dýr. — Morgunblaðið/Jim Smart
Stíflaður vatnskassi Spurt: Ég er með Pajero Sport sem yfirhitnar. Vatnskassinn er sagður ónýtur (stíflaður), nýr kostar hálft bílverð og engin partasala virðist eiga heilan vatnskassa. Áttu ráð við þessum vanda?

Stíflaður vatnskassi

Spurt: Ég er með Pajero Sport sem yfirhitnar. Vatnskassinn er sagður ónýtur (stíflaður), nýr kostar hálft bílverð og engin partasala virðist eiga heilan vatnskassa. Áttu ráð við þessum vanda?

Svar: Þegar öll sund virðast lokuð og rándýr hreinsiefni gagnslaus hefur eftirfarandi aðferð stundum skilað árangri: (Notaðu hlífðarhanska og andlitshlíf við eftirfarandi framkvæmd). Vatnskassahosur aftengdar og efri stútnum lokað með tappa. Hellt í áfyllingu 150 mg af matarsóda (natríum bi-karbónat). Hellt 1 lítra af borðediki (ediksýra blönduð með vatni, fæst í matvörubúðum) og áfyllingu lokað. Beðið í 15-30 mín. Áfylling opnuð (varlega) og vatni hellt á vatnskassann. Sé hann ekki ónýtur byrja óhreinindin að leka út úr neðri stútnum. Heitu vatni bætt á þar til eðlilegt rennsli er í gegnum kassann.

Honda Civic: Ískur í hurðum

Spurt: Undanfarna mánuði hefur óþolandi ískur heyrst þegar dyr eru opnaðar á Honda Civic 2004. Ég er búinn að reyna að smyrja lamirnar en án árangurs. Umboðsverkstæði segist geta gert við þetta fyrir 80-90 þús. kr. (Upplýsingar um hvað valdi svo háu verði fylgja auðvitað ekki). Er hægt að laga þetta með minni kostnaði?

Svar: Ískrið er þekkt í fólksbílum frá Honda og Toyota. Það myndast ekki í lömunum heldur í stopparanum, – flötu járni sem takmarkar opnun dyranna auk þess að halda hurðinni í opinni stöðu. Á stopparanum er þykkildi úr plasti sem gengur inn í klemmu í hurðarkarminum. Þetta á ekki að smyrja með feiti. Þegar ryk sest í feitina myndast ískrið. Þrífðu stopparann og klemmuna rækilega að ofan og neðan með nettum pensli bleyttum í bensíni og blástu þar til stykkin eru þurr. Úðaðu svo silikon-efni á þetta um leið og þú hreyfir hurðina. Efnið er það sama og og notað er til að liðka rennilása á tjaldvögnum og fæst á öllum bensínstöðvum (úðabrúsi).

BMW 525td: Reimleikar

Spurt: Ég er í vandræðum með BMW 525 diesel 2002. Fyrirvaralaust kem ég að honum rafmagnslausum með óreglulegu millibili. Búið er að mæla geymi og hleðslu og er hvort tveggja í lagi. Komið hefur fyrir að hann læsir sér eða opnar á víxl, rúður fara smávegis niður, aðallega að framan. Stundum gerist þetta dag eftir dag en svo geta liðið mánuðir á milli, sem sagt óreglulegt. Hvað getur valdið þessu?

Svarað: Af fyrirspurninni að dæma hefurðu ekki leitað til verkstæðis. Mig grunar að vanir BMW-menn myndu strax setja þessa „reimleika“ í samband við vatnsleka. Leki með afturrúðu þykir mér ekki ósennilegur en undir aftursætinu er svokölluð „boddý-tölva“ sem stjórnar tímaliðum og stöðvurum á rúðuvindum, samlæsingum, miðstöð, afturrúðuhitara o.fl. Líklegasta skýringin er sú að raki hafi komist í tölvuna og að hún sé að tengja og aftengja afturrúðuhitarann í tíma og ótíma og tæmi þannig rafgeyminn. Fáðu verkstæði sem er sérhæft í rúðuísetningum til að skoða þéttingar á fram- og afturrúðum. Stundum er hægt að gera við þessa tölvu. Vaka í Súðarvogi í Reykjavík hefur boðið slíka þjónustu.

Leó M. Jónsson vélatæknifræðingur

leoemm@simnet.is

(Ath. Bréf geta verið stytt. Eldri spurningar

og ítarlegri svör eru birt á www.leoemm.com)

Neistar þegar þú snertir bíl?

Áklæði bíla er úr mismunandi efnum. Sama gildir um fatnað fólks. Í þurrviðri getur bíll hlaðist stöðuspennu. Hún getur valdið því að þegar hurðarhúnn er snertur hleypur neisti milli handar og bíls – viðkomandi myndar jarðsamband. Neistinn getur verið óþægilegur og fólki brugðið. Einföld lausn er að bleyta dekkin með vatni. Þá hverfur vandamálið, jafnvel í mánuð.