Hvernig er skólastofa 21. aldar?

Flæði skólastöfum framtíðar skiptir miklu máli.
Flæði skólastöfum framtíðar skiptir miklu máli.

Ýmiskonar breytingar hafa átt sér stað í á skólastarfi, kennsluháttum og aðferðafræði kennslu á undanförnum árum en á sama tíma hafa skólastofur lítið breyst. En er þörf á breytingum þar? 

Hópur kennara við Menntavísindasvið Háskóla Íslands segir svo vera, en hópurinn hannaði og setti upp skólastofu 21. aldarinnar. Vinnuna leiddi Anna Kristín Sigurðardóttir, dósent við Menntavísindasvið HÍ. Grein um hugmyndir hópsins um kennslustofu framtíðarinnar birtist á dögunum í Skólavörðunni, veftímariti umskóla- og menntamál.

Anna Kristín segir að fyrir nokkrum árum hafi verið hafist handa við að hanna nýja byggingu fyrir Menntavísindasviðið á háskólalóðinni vestur í bæ. Þó ekkert hafi orðið af þeirri framkvæmd þá vaknaði á þeim tíma vaknaði spurningin um hvernig við viljum kenna í framtíðinni og við hvaða aðstæður? Þau hafi farið í svolitla sjálfsskoðun og komist að því að allt kennsluumhverfi háskólans er í raun mjög gamaldags,“ segir Anna Kristín.
Hópurinn lagði upp með að í stofunni þyrfti að vera fullkomin tækni til m.a. kennslu og samstarfs nemenda. Umhverfið þyrfti enn fremur að bjóða upp á fjölbreyttar leiðir í námi og kennslu, til dæmis hópastarf en einnig einstaklingsbundna vinnu og heildstæða vinnu til jafns við hefðbundna miðlun þekkingar.
„Við gerum ráð fyrir að nemendurnir sem við erum að mennta í stofunni fari að námi loknu út í skólana og nýti sér tæknina þar. Við erum fyrirmynd í kennsluháttum á öllum skólastigum þegar við menntum kennara og því gengur ekki að við bjóðum aðeins upp á tuttugustu aldar umhverfi og kennsluhætti,“ segir Anna Kristín.
„Við hönnun stofunnar, sem og í öllu starfi hér í deildinni, þarf að taka tillit til þess að við erum með marga nemendur í fjarkennslu. Það þýðir að við erum reglulega að kenna á sama tíma nemendum sem sitja í skólastofunni fyrir framan kennarann og nemendum sem fylgjast með í gegnum tölvur víðsvegar á landinu. Því til viðbótar eru nemendur sem horfa á upptökur af kennslustundinni. Þetta er því ekki hreint staðarnám eða fjarnám, heldur blanda af hvoru tveggja. Kennararnir eru líka mismunandi. Við erum auðvitað með mikið af fyrirlestrum en margir kennarar leggja sérstaka áherslu á hópavinnu og almennt má segja að fjölbreyttum aðferðum sé beitt við kennsluna. Við stóðum frammi fyrir að þurfa ekki bara að búa til umhverfi til að þjónusta kennarahópinn heldur alla okkar nemendur, sama hvaða leið þeir fara í námi sínu, og skólastofan þarf að vera búin tækjum til þess.“
Anna Kristín segir að tækjabúnaður stofunnar og allt umhverfi hennar miði að þessu. „Við vildum til dæmis hafa marga skjái sem bæði kennarinn og nemendur hefðu aðgang að. Margir þessara skjáa eru þegar komnir upp en þeim á eftir að fjölga. Það eru líka önnur tæki og tól í stofunni, svo sem stórt borð sem er í raun líka tafla. Nemendur geta setið við borðið og unnið verkefni en síðan er hægt að snúa borðplötunni og reisa hana við og vinna við hana eins og hverja aðra töflu. Við erum líka með rafræna töflu sem sýnir sérstakan kóða sem nemendur skanna og fá þannig aðgang að þeim upplýsingum sem eru á töflunni hverju sinni. Raunar eru skjáirnir í stofunni búnir á sama hátt“.

Engin þung borð

Húsgögnin í stofuna voru líka sérvalin með það í huga að auðvelt væri að færa þau til og skapa þannig aðstæður sem henta kennslunni hverju sinni, hvort sem unnið er í hópum, í einstaklingsverkefnum eða ef kennarinn er með fyrirlestur. „Fyrir voru í stofunni raðir af þungum borðum sem erfitt var að færa til. Húsgögnin sem nú eru í stofunni eru öll létt, borðin eru á hjólum o.s.frv. og það er því afar auðvelt að raða þeim upp þannig að þau passi við kennsluna hverju sinni. Þannig teljum við að það verði til flæði í stofunni sem skiptir okkur miklu máli.“

Upprunalega greinin á Skólavörðunni er hér.
www.skolavardan.is

mbl.is

Bloggað um fréttina