Að kenna börnum jákvætt hugarfar

Að búa yfir jákvæðni er lykilþáttur á hvaða sviði lífsins …
Að búa yfir jákvæðni er lykilþáttur á hvaða sviði lífsins sem er og gerir tilveruna svo miklu auðveldari. Hún drífur okkur áfram þegar illa gengur og hvetur mann til þess að taka áhættu. Hanna Andrésdóttir

Jákvæðni er ofboðslega mikilvægur eiginleiki. Að búa yfir jákvæðni er lykilþáttur á hvaða sviði lífsins sem er og gerir tilveruna svo miklu auðveldari. Hún drífur okkur áfram þegar illa gengur og hvetur mann til þess að taka áhættu.

En hvernig á að kenna börnum að líta á björtu hliðarnar? Hvernig má hjálpa þeim að tileinka sér þennan þýðingarmikla eiginleika?

Til að byrja með skulu börn hvött til þess að taka áhættu og ögra sjálfum sér. Með þessu skilst þeim að þau hafi getu til að yfirstíga áskoranir. Lykillinn er að gefa þeim verkefni sem reyna á hæfni þeirra, eru erfið en leysanleg.

Í öðru lagi skal börnum sýnd ástúð. Þau börn sem alast upp við innileg samskipti þróa frekar með sér bjartsýni og eru vongóð. Ást frá foreldrum kennir börnum að treysta öðru fólki. 

Að hrósa börnum á einlægan hátt skiptir miklu máli. Látið barnið vita að það stóð sig vel og hvetjið það til frekari afreka. Þó skal varast að lofa hvert einasta (og minnsta) verk en börn eru fljót að átta sig á hvenær lofgerðin kemur frá hjartanu og hvenær ekki.

Að lokum er mikilvægt að hjálpa til við að þróa hugsunarhátt barnsins. Að þegar þau virðast að þrotum komin – kenna þeim að líta má verkefnið frá öðru sjónarhorni. Gera þeim skýrt að stundum er erfitt að læra eitthvað nýtt. Ekki leyfa stærð verkefnisins að heltaka sig, heldur athuga hvort ekki megi nálgast það á annan hátt. 

 

Heimild: Goalcoast

mbl.is