B-in fjögur fyrir háttatímann

Það er ekki alltaf hlaupið að því að koma börnum …
Það er ekki alltaf hlaupið að því að koma börnum í rúmið. mbl.is/thinkstockphotos

Það er ekki alltaf hlaupið að því að koma börnum í rúmið. Fyrstu mánuði ævinnar snýst lífið einungis um að borða og sofa. Að borða er þess vegna merki um að kominn sé tími á svefn. Þegar börn eru svo hætt á brjósti verður annað að taka við. Skapa þarf nýja rútínu sem nær börnum niður og hjálpar þeim að slaka á fyrir svefninn. Hér á eftir eru reyndar og róandi aðferðir sem eiga að tryggja góðan árangur. Bæði fyrir smábörn og þau sem eldri eru. 

1. Bað

Böð eru einstaklega róandi og góð leið til að gefa til kynna að kominn sé tími á háttinn.

2. Bursta

Hvort sem þú burstar tennur barnanna eftir kvöldverð eða rétt fyrir háttatíma, er sterklega mælt með því að tannburstinn sé það síðasta sem fer í munn barnsins fyrir svefn.

Bursta tennur er eitt af bé-unum fjórum.
Bursta tennur er eitt af bé-unum fjórum. mbl.is/thinkstockphotos

3. Bækur

Það er fátt sem virkar eins vel og bækur þegar kemur að því að skipta út mjólkursopanum. Bókin verður þá eins konar vísbending um að fram undan sé ró – að tími sé kominn til að hjúfra sig upp í rúm og fara að sofa. Hver kannast ekki við þær aðstæður að lesa bók í rúminu, verandi þreyttur fyrir – skyndilega er maður steinsofnaður. 

4. Bólið

Góð rútína er lykilatriði þegar kemur að því að róa barn fyrir svefninn. Þegar búið er að baða, bursta og lesa örlítið ætti að vera mögulegt að leyfa barninu að sofna af eigin rammleik. 

 Heimild: Healthychildren.org

mbl.is