Er nútíminn að eyðileggja uppeldi barnanna okkar?

Stanslaus örvun, tæknileg barnapía og lítið um dauðan tíma til …
Stanslaus örvun, tæknileg barnapía og lítið um dauðan tíma til að njóta. Ljósmynd/thinkstockphotos

Snædís Bergman er móðir, eiginkona, flugfreyja, kennaranemi og bloggari hjá lífstílsblogginu Lady.is. Hér deilir hún grein sem hún fann á netinu og þýddi eftir Victoriu Prooday um það hvernig nútíminn fer með börnin okkar og hvernig foreldrar þurfa að bregðast við hættum nútímans með öðrum hætti en foreldrar þeirra. 

____________________________________________________

Ég las svo frábæra grein á netinu um daginn og ég ákvað að þýða hana lauslega og setja hana hér inn. Þessi grein fékk mig nefnilega virkilega til að hugsa og held ég að allir foreldrar hefðu gott að því að lesa hana. Greinin er upprunalega eftir Victoria Prooday.

Á heimilum okkar er óumtalað vandamál að þróast sem snertir það dýrmætasta sem við eigum – börnin okkar. Börn í dag eru mörg hver að þróa með sér andlega vanlíðan og hegðunarvanda. Ef talað er við kennara og sérfræðinga hafa þeir allir sömu áhyggjur, það sem meira er, sérfræðingar hafa verið að sýna fram á ógnvekjandi tölfræði um mikla og stöðuga aukningu á geðsjúkdómum barna, hér kemur smá tölfræði:

Reyndu að tengjast barninu þínu tilfinningum, brostu, knúsaðu, kitlaðu, dansaðu, …
Reyndu að tengjast barninu þínu tilfinningum, brostu, knúsaðu, kitlaðu, dansaðu, hoppaðu og lestu með barninu þínu. Ljósmynd/thinkstockphotos

1 af hverjum 5 börnum á við geðheilsuvandamál að stríða

43% aukning á ADHD

37% aukning á þunglyndi unglinga

100% aukning á sjálfsmorðstíðni barna 10-14 ára

Hversu mörg sönnunargögn þurfum við áður en við vöknum?

Nei, aukin greining á börnum, er ekki ástæðan!

Nei, „þessi börn fæddust öll svona“ er ekki ástæðan!

Nei, þetta er allt skólakerfinu að kenna, er ekki ástæðan!

Já, eins ömurlegt og það er verður að viðurkennast að í mörgum tilfellum erum það við foreldrarnir sem erum svarið við öllum erfiðleikum barnanna okkar.

Það er vísindalega sannað að umhverfið sem börn alast upp í hefur mikil áhrif á heilastarfsemi þeirra. Það umhverfi sem foreldrar eru að bjóða börnunum sínum upp á í dag er því miður, í mörgum tilfellum, að stýra heila barnanna í ranga átt. Auðvitað eru alltaf einhver börn sem eru fædd með ákveðna eiginleika, fötlun eða slíkt og sama hvað foreldrar hafa gert og reynt halda börnin áfram að ströggla, þetta eru ekki börnin sem verið er að tala um hér. Hér er verið að tala um hin börnin sem mótast af því umhverfi sem foreldrar þeirra hafa skapað þeim. Victoria hefur orðið vitni að því í gegnum sínar rannsóknir að um leið og foreldrar breyta um sjónarhorn og horfa öðruvísi á uppeldið þá breytast þessi börn.

Vertu til staðar fyrir barnið þitt tilfinningalega.
Vertu til staðar fyrir barnið þitt tilfinningalega. Ljósmynd/thinkstockphotos

Hvað er að?

Börn í dag eru svipt þeim grundvallaratriðum sem stuðlar að heilbrigðri æsku, eins og:

Foreldrar eru tilfinningalega til staðar

Takmörk og leiðbeiningar til barna eru nægilega vel skilgreind.

Skyldum og ábyrgð

Jafnvægi á svefni og hreyfingu barna

Hreyfingu og útiveru

Skapandi leikjum, félaglegum samskiptum, tíma sem er ekki skipulagður þar sem börnum jafnvel leiðist.

Í staðinn er börnum boðið upp á:

Foreldra sem eru uppteknir í símanum

Foreldra sem láta margt yfir sig ganga og leyfa börnunum að stjórna heiminum

Ónægan svefn og ójafnvægi í mataræði

Kyrrsetu og inniveru

Stanslausa örvun, tæknilega barnapíu og lítið um dauðan tíma til að njóta.

Getur einhver ímyndað sér að hægt sé að ala upp heilbrigða kynslóð í þessu óheilbrigða umhverfi? Auðvitað ekki! Það eru ekki til neinar flýtileiðir þegar kemur að uppeldi barna og við getum ekki platað mannlegt eðli. Tilfinningaleg vellíðan barna er sett í hættu með ójafnvægi í æsku.

Ekki mata barnið þitt stanslaust á skemmtun og kenndu barninu …
Ekki mata barnið þitt stanslaust á skemmtun og kenndu barninu að leiðast því þá vaknar sköpunin. Ljósmynd/thinkstockphotos

Hvernig getum við lagað þetta?

Ef við viljum að börnin okkar alist upp sem hamingjusamir og heilbrigðir einstaklingar þurfum við að fara að vakna og fara aftur í grunnatriðin. Það er enn þá möguleiki og hefur Victoria orðið vitni að mjög jákvæðum breytingum aðeins með því að fara eftir þessum ráðleggingum:

1. Settu takmörk og mundu að þú ert foreldri barnsins, ekki vinur.
Bjóddu barninu upp á jafnvægi uppfullt af því sem barnið ÞARF en ekki það sem það VILL. Ekki vera hrædd við að segja nei við barnið ef það sem barnið vill er ekki það sem það þarf.

Bjóddu upp á næringaríkan mat og takmarkaðu snarlið og nammið.

Njótið klukkutíma á dag á grænu svæði eins og að hjóla, ganga, leika, veiða, horfa á fugla o.s.frv.

Hafið fjölskyldustund við matarborðið á kvöldin, síma- og sjónvarpslaus.

Spilið eitt spil saman daglega.

Láttu barnið taka þátt í einu húsverki á dag, t.d. brjóta saman, taka til, hengja upp föt, taka upp úr pokum, elda, leggja á borð o.s.frv.

Hafðu barnið í svefnrútínu til að tryggja góðan svefn í tæknifrjálsu herbergi.

2. Kenndu ábyrgð og sjálfstæði. Ekki ofvernda barnið frá öllum litlum atvikum.

Ekki pakka ofan í bakpokann fyrir barnið, ekki halda á pokanum, ekki fara með nestið sem það gleymdi í skólann og ekki taka utan af banana fyrir 5 ára barn. Kenndu barninu, í stað þess að gera allt fyrir það.

3. Ekki mata barnið þitt stanslaust á skemmtun og kenndu barninu að leiðast því þá vaknar sköpunin.

Ekki halda að þú þurfir að vera skemmtanastjóri fyrir barnið þitt.

Leyfðu barninu að leiðast – ekki alltaf henda símanum í barnið.

Forðastu að nota síma/sjónvarp þegar það er matur, í bílnum, á veitingastöðum o.s.frv.

Hjálpaðu þeim að búa til „að leiðast sjúkrakassa“ með hugmyndum að hlutum til að gera þegar „mér leiðist“ tíminn kemur.

4. Vertu til staðar fyrir barnið þitt tilfinningalega

Slökktu á símanum þínum þar til barnið er sofnað til að forðast truflun frá símanum

Kenndu barninu þínu að tjá og stjórna tilfinningunum sínum.

Kenndu samúð, að deila, kveðja, borðsiði, samskiptahæfni

Reyndu að tengjast barninu þínu tilfiningum, brostu, knúsaðu, kitlaðu, dansaðu, hoppaðu og lestu með barninu þínu.

Enginn er fullkominn og ég held að allir geti tekið eitthvað sem hér er sagt til sín og gert betur. Ég ætla alla vega að reyna það sem ég get til tileinka mér þessa hluti í mínu uppeldi þó svo að ég viti að það tekst auðvitað ekkert alltaf en að hafa þessa punkta bak við eyrað getur aukið líkurnar! :)

Færsla Snædísar Bergman á Lady.is

mbl.is