Svona geta foreldrar komið sér í form

Candice Camoren Bure segir að það sé mikilvægt að huga ...
Candice Camoren Bure segir að það sé mikilvægt að huga að andlegu jafnvægi og heilsu fyrst því þá sé eftirleikurinn, með líkamsrækt og hollt mataræði, einfaldari. Ljósmynd/skjáskot

Flestir foreldrar kannast við að það getur verið erfitt að halda sér í formi, sinna líkamsrækt og jafnvel einbeita sér að því að borða hollt þegar annir vegna fjölskyldunnar taka yfir lífið. Það getur verið erfitt að finna tíma fyrir líkamsrækt vegna skutls, heimanáms, veikinda barna, eldamennsku og margra annarra þátta. Candace Cameron Bure, leikkona sem best er þekkt fyrir leik sinn í þáttunum The Fuller House,  lýsir sjálfri sér sem mömmu í formi eða fit-mom á ensku. Hún segir að það sé alveg erfitt að vera foreldri en að vera í foreldri í formi sé enn erfiðara. Hún á sjálf þrjú börn og gaf lesendum E! Online góð ráð varðandi foreldrahlutverkið og líkamsrækt.

„Mig langar að hvetja allar konur á fertugs- og fimmtugsaldri að koma sér í form. Ég var sko alls ekki í mínu besta formi um tvítugt, ég er það núna og það geta allir komið sér í form,“ segir Cameron Bure sem er 42  ára.

Meðfylgjandi eru ráðin hennar Cameron Bure:

  1. Búðu til tíma til að hreyfa þig!
    Foreldrar segja gjarna að þeir hafi ekki eða finni ekki tíma en það þarf að búa hann til og skipuleggja hlutina fram í tímann. Við búum til tíma fyrir það sem okkur þykir mikilvægt í lífinu.

  2. Byrjaðu í kjarnanum
    „Mér finnst mikilvægt að byrja innst í sjálfri mér, kjarnanum og vinna mig þaðan áfram út í líkamann,“ segir Cameron Bure. Fæðið er gríðarlega mikilvægt sem og góð andleg slökun og hugleiðsla, því næst kemur líkamsrækt. Hún segist ekki vera á sérstöku mataræði en mælir með að fólk sé einfaldlega vakandi yfir því sem það setur ofan í sig. Hugi að góðu magni grænmetis og ávaxta og takmarki einföld kolvetni.

  3. Borðaðu lítið í einu
    Ég borða mikið af grænmeti, próteinríkum mat og borða lítið í einu. Borða frekar ívið oftar. Bandaríkjamenn fá yfirleitt allt of stóra skammta af mat, við þurfum oft ekki  nema helminginn af þessu öllu saman. 

Candace Cameron Bure er greinilega í feikna fínu formi 

Making the best of this summer heat ! - @albionfit

A post shared by Candace Cameron Bure (@candacecbure) on Jul 8, 2018 at 3:41pm PDT
mbl.is