Elsku mamma mín

Katrín Helga ásamt barnungri dóttur sinni og móður. Í hugleiðingu ...
Katrín Helga ásamt barnungri dóttur sinni og móður. Í hugleiðingu þessari þakkar hún eigin móður fyrir leiðsögn í lífinu eftir að hafa skynjað sjálf dýpt móðurhlutverksins. Ljósmynd/Aðsend

Fjölskyldan á mbl.is er í samstarfi við bloggarana á lífstílsvefnum Vynir.is. Hér skrifar Katrín Helga Daðadóttir ljúfa hugrenningu til til sinnar eigin móður. Katrín Helga starfar sem  sjúkraliði og á sjálf tveggja ára dóttur.

_____________________________________________________________

Það er svo margt sem þú hefur kennt mér í gegnum lífið.

Það er svo ótalmargt sem að þú hefur sagt mér og leiðbeint mér í gegnum.

Þú hefur lyft mér upp þegar ég hélt að lífið væri svo þungt að ég gæti aldrei aftur staðið upp.

Þú hefur aldrei dæmt mig fyrir neitt sem að ég hef gert eða sagt, heldur mætt mér með skilningi. Leiðbeint mér í gegnum hlutina frekar en að gagnrýna þá.

Fyrirgefðu 

Fyrirgefðu mér mamma, fyrir að hafa gert þér lífið leitt á mínum versta tíma í gegnum unglingsárin.

Fyrirgefðu mér mamma fyrir að hafa ekki hlustað á ráðleggingar þínar þegar ég þurfti mest á þeim að halda.

Fyrirgefðu mér mamma fyrir að hafa skellt hurðum á þig þegar þú varst einungis að reyna að kenna mér og leiðbeina mér.

Fyrirgefðu mamma að ég hafi ekki áttað mig á því þá hversu mikilvæg þú ert mér. Ég veit miklu betur í dag

Fyrirgefðu mér mamma fyrir að hafa ekki hjálpað þér meira á heimilinu þegar að þú þurftir á mér að halda.

Takk fyrir 

Takk fyrir mamma, fyrir að hafa endalausa þolinmæði í að ala mig upp.

Takk fyrir mamma að hjálpa mér að skilja lífið betur.

Takk fyrir mamma að hugsa um mig þegar ég átti erfitt með það sjálf.

Takk fyrir mamma að hlusta á mig þegar enginn annar var til staðar.

Takk fyrir mamma að leyfa mér að vinna úr hlutunum sjálf en á sama tíma leiðbeina mér.

Takk fyrir mamma að vera til staðar fyrir mig enn þann dag í dag.

Takk fyrir að trúa alltaf á mig og styðja mig í mínum ákvörðunum í lífinu.

Takk fyrir mamma að kenna mér það sem ég kann í dag, og að gefa mér það sem ég get gefið dóttur minni áfram.

Færsla Katrínar Helgu á vynir.is bloggsíðunni. 

mbl.is